Kafarar vilja meira svigrúm

Silfra heillar þrátt fyrir hætturnar, en vænst er að nýjar …
Silfra heillar þrátt fyrir hætturnar, en vænst er að nýjar reglur minnki líkur á slysum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Allir virðast sáttir við reglurnar, sem ég trúi líka að muni reynast vel. Auðvitað get ég ekki frekar en nokkur annar sagt að nú hafi öll hugsanleg slys í Silfru verið fyrirbyggð, en þetta er skref í áttina.“

Þetta segir Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, í Morgunblaðinu í dag. Nýjar reglur um köfun og snorkl í Silfru tóku gildi í gærmorgun, en þá var þessi vinsæli staður opnaður að nýju eftir lokun sem gilt hafði frá föstudagskvöldi þegar banaslys varð í gjánni.

Meginlínurnar í reglunum nýju eru að færri eru á hvern fararstjóra sem fer í Silfru. Nú mega aðeins þrír kafarar fara niður í einu með leiðsögumanni og sex snorklarar í stað átta áður. „Þessa sér helst stað meðal snorklaranna, sem voru færri í gær en var. Varðandi kafarana sem fara í djúpið breytir mestu að gerð er krafa um að fólk hafi reynslu af köfun í þurrbúningum og eins að fyrirtækin þurfa nú eftir samræmdum reglum að ganga úr skugga um að fólk hafi heilsu og almennt atgervi til að kafa. Já, ég held að þetta verði til mikilla bóta,“ segir Einar og bætir við að í gær hafi allt á Þingvöllum gengið líkt og í sögu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert