Ágætt í hvert sinn sem verki er lokið

Skipverjinn á Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa …
Skipverjinn á Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa valdið dauða Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Ófeigur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun á morgun senda mál vegna hvarfs og andláts Birnu Brjánsdóttur til héraðssaksóknara sem mun svo taka ákvörðun um ákæru.

Síðustu yfirheyrslur yfir Grænlendingnum sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Birnu að bana fara fóru fram í dag. Hann neitar enn sök í málinu.

„Það liggur ekki fyrir játning í málinu, ekki frekar en fyrri daginn,“ segir Grímur Grímsson yf­ir­lög­regluþjónn í samtali við mbl.is. Landi mannsins, sem sat í gæslu­v­arðhaldi um tíma vegna máls­ins, hef­ur enn rétt­ar­stöðu sak­born­ings.

Ekki má hafa fólk í gæslu­v­arðhaldi leng­ur en í tólf vik­ur áður en ákæra er gef­in út. Maður­inn hef­ur nú setið í varðhaldi í átta vik­ur. Grím­ur seg­ir að þegar lög­regla ljúki rann­sókn og komi mál­inu áfram til sak­sókn­ara sé það hans að ákveða um fram­hald varðhalds­ins. 

Verði ákæra gef­in út inn­an tím­aramm­ans verður hægt að fram­lengja varðhaldið.

Spurður um hvernig tilfinning það sé að lögreglan sé að ljúka sinni rannsókn á málinu vildi Grímur lítið segja. „Það er ágætt í hvert sinn sem verki er lokið.

Birna hvarf 14. janú­ar. Hún sást síðast á eft­ir­lits­mynda­vél í miðborg Reykja­vík­ur. Sjón­ir lög­reglu beind­ust fljót­lega að skip­verj­um á græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq og voru tveir þeirra hand­tekn­ir um borð í skip­inu 17. janú­ar. 

Birna fannst lát­in 21. janú­ar. Hún var tví­tug að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert