Vopnað rán í Apótekaranum

Frá vettvangi á Bíldshöfða.
Frá vettvangi á Bíldshöfða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vopnað rán var framið í morgun í lyfjaversluninni Apótekaranum á Bíldshöfða. Enginn slasaðist í ráninu, sagði Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. 

Apótekarinn er í sama húsnæði og Krónan og Húsgagnahöllin á …
Apótekarinn er í sama húsnæði og Krónan og Húsgagnahöllin á Bíldshöfða. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að tilkynnt hafi verið um ránið rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Maðurinn, sem huldi andlit sitt með klút, var vopnaður hnífi og tókst að komast undan með eitthvað magn af lyfjum. Engan sakaði, en starfsfólkinu var eðlilega brugðið. Ræninginn er talinn vera um 170 sm á hæð, grannvaxinn, klæddur í rauða peysu, gallabuxur og með húfu. Hann var með svartan bakpoka meðferðis.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið, eða telja sig hafa séð til ferða mannsins eru beðnir um að hringja strax í lögreglu í síma 112.

Apótekarinn er í sama húsi og Krónan og Húsgagnahöllin.

Vísir greindi fyrst frá. Í þeirri frétt segir að áfallateymi Rauða krossins hafi verið kallað út vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert