Ný göng á teikniborðinu

Umferðin um Hvalfjarðargöng hefur aukist umtalsvert og nú styttist í …
Umferðin um Hvalfjarðargöng hefur aukist umtalsvert og nú styttist í að taka þurfi ákvörðun um að grafa ný göng.

Undirbúningur að gerð nýrra Hvalfjarðarganga er hafinn hjá Vegagerðinni. Göngin verða samhliða núverandi göngum og verða þau samtengd.

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er búið að semja við verkfræðistofuna Mannvit um úttekt og undirbúning vegna ganganna og verður úttektin unnin á þessu ári, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Fram kom hjá Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar ehf., á aðalfundi félagsins í gær að byggingarkostnaður nýrra ganga ásamt tengingu við eldri göng væri áætlaður rúmlega 13,5 milljarðar króna m. vsk. á núverandi verðlagi. Verktími er áætlaður 3-4 ár frá ákvörðunartöku til þess tíma að bæði göngin verða komin í notkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert