Hefði ekki viljað vita af Downs-heilkenninu

„Hvernig þjóðfélag viljum við hafa, viljum við hafa alla eins?“ spyr Guðrún Sigmarsdóttir móðir Gyðu Lárusdóttur sem er með Downs-heilkennið. Sorglegt sé að langflestum fóstrum sem greinist með heilkennið hérlendis sé eytt. Sjálf er hún fegin því að hafa ekki vitað að hún gengi með barn með Downs þar sem hún segist ekki geta sagt til um hvernig hún hefði brugðist við þeim tíðindum.

Í dag er alþjóðlegi Downs-dagurinn og af því tilefni heimsóttum við Gyðu Dögg í Breiðagerðisskóla en krakkarnir sem eru með henni í bekk mættu í mislitum sokkum í skólann í tilefni dagsins. María Ingibjörg Ragnarsdóttir umsjónarkennari Gyðu Daggar segir það gera mikið fyrir bekkjarandann að hafa hana með í bekknum þar sem krakkarnir læri að umgangast og meta Gyðu Dögg á réttum forsendum.

Í gær sýndi RÚV myndina Heimur án Downs-heilkennis en í henni er skimun gagnvart Downs-heilkennisins tekin til skoðunar frá ýmsum hliðum og meðal annars er Ísland heimsótt en á undanförnum árum hefur nánast öllum fóstrum með Downs-heilkenni verið eytt hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert