Verja þurfi íslenskuna

Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum sínum á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins af stöðu íslenskunnar í ljósi frétta af því að grunnskólanemendur væru farnir að tala á ensku sín á milli í skólanum.

Frétt mbl.is: Tala sama á ensku í skólanum

Rifjaði hún upp umræður á Íslandi á fyrrihluta síðustu aldar þegar ýmsir höfðu áhyggjur af því að Íslendingar glötuðu tungumáli sínu vegna dönskunnar. Þjóðin þyrfti að vera á varðbergi í þessum efnum og svara því hvort standa ætti vörð um tungumálið.

Taldi hún lykilatriði í þessu sambandi vera lestur og aðkomu foreldranna. Hlutverk skólanna væri síðan að styðja við það. Vísaði hún til gelískunnar sem væri útdautt tungumál en Skotar og Írar legðu eftir sem áður áherslu á að reyna að halda því við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert