Flugu ekki á Ísafjörð

Vél Flugfélags Íslands á flugvellinum á Ísafirði. Mynd úr safni.
Vél Flugfélags Íslands á flugvellinum á Ísafirði. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við fórum að fljúga seinni partinn í dag, bæði til Akureyrar og Egilsstaða en náðum ekkert að fljúga til Ísafjarðar í dag,“ segir Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Flug­fé­lags Íslands í sam­tali við mbl.is. Innanlandsflug lá niðri framan af degi í dag en hófst svo að nýju um miðjan daginn.  

Að sögn Árna tókst ekki að bæta upp fyrir allar þær flugferðir sem féllu niður. Farnar voru þrjár ferðir til Akureyrar og það fóru tvær eða þrjár ferðir á Egilsstaði frá Flugfélagi Íslands. „Það voru áætlaðar sex ferðir til Akureyrar í dag en það fóru þrjár,“ segir Árni. „Þannig að við gátum ekki bætt við eins mikið og við hefðum viljað en við náðum svona flestum.“  

Hann segir erfitt að segja til um hvernig verður með flugsamgöngur innanlands um helgina, staðan verði tekin í fyrramálið og fylgst grannt með veðri og færð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert