Hefja útboð vegna nýs spítala að ári

Landspítalinn við Hringbraut
Landspítalinn við Hringbraut mbl.is/Ómar Óskarsson

Bygging nýs Landspítala er meðal stærstu fjárfestingarverkefna í ríkisfjármálaáætluninni til næstu fimm ára.

Nú er gert ráð fyrir að byggingarframkvæmdir við fyrsta verkáfanga, einkum meðferðarkjarna og rannsóknarhús, verði boðnar út á næsta ári og að framkvæmdir verði komnar á fullan skrið árin 2019–2021.

Aðrar stórar fjárfestingar eru m.a. kaup á þremur nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, en gert er ráð fyrir ríflega 14 milljarða framlögum í útgjaldaramma áranna 2019-2022 vegna þyrlukaupanna. Fram kemur að útköllum björgunarþyrlna vegna innlendra og erlendra ferðamanna í vandræðum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum eða ríflega 80% milli áranna 2008-2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert