Steinaskúlptúrar orðnir að æði

Ferðamenn byggja nú steinaskúlptúra af miklum móð í fjörunni við hlið Hörpu. Einhverjir hlaða í vörður en margir hlaða steinunum lóðrétt upp líkt og asískir feðgar sem sýndu mikla þolinmæði við verkið í vikunni.

Algengt er að ferðamenn geri minnisvarða af einhverju tagi á vinsælum áfangastöðum og aldrei er að vita hvort hefð skapist fyrir þessu í borginni. Vörðurnar í fjörunni standa þó ekki lengi en þær hafa á tíðum verið margar þar í vetur.

mbl.is kíkti á steinskúlptúragerð ferðamanna í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert