Þingfesting í máli Olsen á mánudag

Lögreglumenn færa Olsen fyrir dómara.
Lögreglumenn færa Olsen fyrir dómara. mbl.is/Ófeigur

Þingfesting í máli ákæruvaldsins gegn Thom­as Møller Ol­sen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn kl. 13. Ákæra í málinu var gefin út fyrir viku en héraðsdómur fékk málið til sín sama dag.

Olsen var úrskurðaður í 14 vikna gæsluvarðhald í kjölfar útgáfu ákærunnar.

Birna Brjánsdóttir hvarf 14. janúar sl. Hún sást síðast á eftirlitsmyndavélum í miðborg Reyjavíkur. Rannsókn lögreglu beindist fljótlega að skipverjum á grænlenska togaranum Polar Nanoq og voru tveir þeirra handteknir um borð 17. janúar.

Birna fannst látin 21. janúar. Hún var tvítug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert