Stríðandi aðilar semji um vopnahlé

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í dag þar sem staðan í Sýrlandi var til umræðu. Ráðherrann ítrekar að lausn náist ekki í deilunni í Sýrlandi nema stríðandi aðilar semji um vopnahlé.

Við fórum yfir stöðuna í Sýrlandi og mál því tengd. Við fórum vítt og breitt yfir sviðið, ástandið í alþjóðamálum í tengslum við það,“ segir Guðlaugur aðspurður um hvað hefði farið fram á fundinum í dag.

Ráðherrann sagði fyrir helgi að viðbrögð Bandaríkjanna við efnavopnaárásinni í byrjun síðustu viku hefðu verið skiljanleg. „Við ítrekuðum það sem hefur komið fram áður varðandi stefnu íslenskra stjórnvalda,“ segir Guðlaugur en hann fordæmdi efnavopnaárásina og hvatti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að draga þá sem að henni stóðu til ábyrgðar.

Það var því miður ekki gert og í því ljósi eru viðbrögð Bandaríkjamanna skiljanleg. Við ítrekum að við munum ekki ná lausn í málefnum Sýrlands nema stríðandi aðilar muni semja um vopnahlé sín á milli og það náist pólitísk lausn í deilunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert