Þurfa milljarða í vegagerð á svæðinu

Bílar mætast á mjóum veginum í Þingvallaþjóðgarðinum.
Bílar mætast á mjóum veginum í Þingvallaþjóðgarðinum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Uppsveitirnar í Árnessýslu eru algjörlega afskiptar í fjárveitingum til vegamála. Vegakerfið ber ekki sívaxandi þunga vegna fjölgunar ferðamanna. Átak í vegamálum hér bíður og til þess þurfa menn að verja milljörðum króna,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.

Þrýst er á um úrbætur í vegakerfinu í sveitinni. Helgi segir að óhapp á dögunum, þegar stór rúta fór út af vegi í þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem vegkantur gaf, sýni að úrbóta sé þörf. Hann bendir einnig á að víða sé slitlag að brotna upp, breikka þurfi vegi og svo mætti áfram telja.

Bláskógabyggð spannar Biskupstungur, Laugardal og Þingvallasveit. Vegir þar eru fjölfarnir og má nefna að í fyrra fóru um Mosfellsheiði 685 þúsund bílar, en liðlega 500 þúsund yfir Holtavörðuheiðina, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert