Gæti farið fram á dómkvaðningu matsmanns

Lögreglumenn í Héraðsdómi Reykjaness.
Lögreglumenn í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Eggert

Verjandi Thomasar Møller Ol­sen, sem ákærður er fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, bað fyrir rétti í dag um viðbótarfrest áður en aðalmeðferð málsins hefst til að klára yfirferð gagna. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag.

Sagðist verjandinn þurfa lengri frest til að fara yfir gögn málsins auk þess sem enn væri beðið eftir vissum gögnum frá ákæruvaldinu.

Fram kom í máli dómara að verjandi hefði upplýst hann um að mögulega yrði farið fram á að kvaddur væri til dóms matsmaður af hálfu hins ákærða. Sagðist hann leggja áherslu á það við verjanda að ef beðið væri um dómkvaðningu matsmanns þá yrði sú beiðni lögð fram eigi síðar en við næsta þinghald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert