Frumsýna myndina um Geirfinnsmál

Í heimildarmyndinni eru sviðsett atriði er tengjast mannshvarfsmálunum tveimur. Óskar …
Í heimildarmyndinni eru sviðsett atriði er tengjast mannshvarfsmálunum tveimur. Óskar Jónasson leikstýrir þessum leiknu atriðum.

Heimildamyndin Out of thin air sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin verður heimsfrumsýnd á stærstu heimildaþáttahátíð Kanada, HotDocs, á mánudag, 1. maí.

Þrjár sýningar verða á myndinni í næstu viku en hún verður sýnd í flokknum World Showcase. Out of thin air verður í kjölfarið sýnd í Kanada á Northwest fest þar er hún tilnefnd til verðlauna sem besta heimildamyndin í fullri lengd.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Out of thin air er framleidd í samstarfi Sagafilm og Mosaic Films í London, en framleiðandi Sagafilm er Margrét Jónasdóttir og framleiðandi Mosaic er Andy Glynne og leikstjóri er Dylan Howitt. Myndin byggir á að hluta til á gömlu myndefni frá áttunda áratugnum og nýjum leiknum atriðum sem leikstýrt var af Óskari Jónassyni. Tónlist gerði BAFTA-verðlaunahafinn Ólafur Arnalds.

Guðmundur Einarsson (t.v.) og Geirfinnur Einarsson. Þeir hurfðu báðir sporlaust …
Guðmundur Einarsson (t.v.) og Geirfinnur Einarsson. Þeir hurfðu báðir sporlaust á áttunda áratugnum.

Myndin segir söguna af hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Hún segir svo einnig sögu þeirra sex ungmenna sem handtekin voru fyrir að hafa ráðið þeim bana. Sagan byggir á fyrstu handar frásögn þeirra sem upplifðu þessi mál.

„Out of thin air lýsir vel því ástandi sem ríkti á Íslandi og tíðaranda þessa tíma, sem og óttanum sem greip þjóðina þegar talið var að skipulagðir glæpir væru að taka sér bólfestu á hinu saklausa Íslandi,“ segir í fréttatilkynningu. „Glæpastarfsemi sem talin var eiga rætur í undirheimum en tengjast upp eftir öllum samfélagsstiganum upp til ráðherra dómsmála.“

Sexmenningarnir sem voru sakfelldir. Efri röð f.v.: Sævar Ciesi­elski, Erla …
Sexmenningarnir sem voru sakfelldir. Efri röð f.v.: Sævar Ciesi­elski, Erla Bolladóttir og Kristján Viðar Viðarsson. Neðri röð f.v.: Tryggvi Leifsson, Albert Kla­hn Skaftason og Guðjón Skarphéðinsson. mbl

Fylgst er með ferli málanna meðan á rannsókn stóð og hvernig þau þróuðust á meðan sakborningar sátu í gæsluvarðhaldi og lokum þeirra þegar dómar féllu í héraði árið 1977 og loks í Hæstarétti árið 1980. Sagan segir svo frá baráttu sakborninga, Sævars Marínó Cisielski og hinna fimm sakborninganna og aðstandenda þeirra, við að fá málið endurupptekið fyrir dómstólum.

Framleiðsla hófst í janúar 2016 og lauk í apríl 2017.

Myndin er 90 mínútur að lengd og er framleidd fyrir BBC, RÚV og Netflix. Hún er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu auk Wellcome Trust í Bretlandi. Out of thin air er fjórða heimildamynd Sagafilm fyrir BBC Storyville og verður frumsýnd á Íslandi á haustdögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert