Mannlaus bíll á hliðinni

Færð spilltist töluvert í gærkvöldi og nótt vegna ofankomu og …
Færð spilltist töluvert í gærkvöldi og nótt vegna ofankomu og frosts. mbl.is/Rax

Lögreglunni og slökkviliði á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um bílveltu skammt frá álverinu í Straumsvík. Er lögregla kom á staðinn reyndist bíllinn, sem var á hliðinni eftir veltuna, vera mannlaus. Var þá sjúkraflutningamönnum sem voru á leiðinni á vettvang snúið við.

Þá valt bíll á Biskupstungnabraut í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 1 í nótt. Bíllinn fór tvær veltur. Sjö voru í bílnum og sluppu allir án teljandi meiðsla. Einn var með skrámur á höndum eftir slysið. Hlúð var að þeim á vettvangi en svo var þeim ekið til síns heima.

Mikil hálka var á veginum og víðar á Suðurlandi í gær. Lögreglumaður á Selfossi sem mbl.is ræddi við í morgun segir að í gærkvöldi hafi gert mikinn byl og í kjölfarið hafi vegir sumir hverjir orðið ísilagðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert