Milljarðatugir í borgarlínu

Við Smáralind. Drög að biðstöð.
Við Smáralind. Drög að biðstöð.

Ef áætlanir Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) ganga eftir gæti undirbúningur að nýju samgöngukerfi hafist á næsta ári.

Fram kemur í bréfi sveitarfélaganna til fjárlaganefndar Alþingis að kerfið geti kostað 44-72 milljarða. Má til samanburðar nefna að nýr meðferðarkjarni Landspítalans er talinn munu kosta 30 milljarða.

Nýja samgöngukerfið er kallað borgarlínan. Fram kemur í bréfi SSH að óskað sé eftir 25-30 milljarða framlagi ríkis og sveitarfélaga til ársins 2022. Það framlag yrði vegna 1. áfanga sem yrði byggður 2019-2022 fyrir 30-40 milljarða. Rætt er um að afla tekna með innviðagjaldi.

Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir kerfið verða byggt í áföngum. Lega borgarlínunnar um höfuðborgarsvæðið hafi ekki verið ákveðin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert