Breikkun Miklubrautar að hefjast

Búið er taka upp gamlar steinhellur af gangstéttinni við Klambratúnið ...
Búið er taka upp gamlar steinhellur af gangstéttinni við Klambratúnið og setja í stafla. Í næstu viku hefjast miklar framkvæmdir á vegkaflanum milli Rauðarárstígs og Miklubrautar. mbl.is/Golli

Á mánudag hefjast framkvæmdir við breikkun Miklubrautar, á kafla milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs. Einni akrein til vesturs, í átt að miðbænum, verður lokað í fyrstu. Búast má við umferðartöfum, aðallega á morgnana og seinnipartinn. Síðar í framkvæmdaferlinu þarf að loka fleiri akreinum í einu. Um tíma í sumar verða þrengingar í báðar áttir, aðeins ein akrein í hvora átt opin fyrir bílaumferðinni.

Raskið helgast af því að nú er verið að hefjast handa við gerð strætóreinar á Miklubraut til austurs á veghlutanum á milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs. Einnig á að leggja göngu- og hjólastíga meðfram Klambratúni.

Reykjahlíð verður lokað við Miklubraut og gert verður hellulagt torg (upphækkuð hellulögn) á gatnamót Reykjahlíðar og húsagötu við Miklubraut. Tilgangur þessa torgs er að hægja á umferð og auka öryggi gangandi vegfarenda. Þá verða biðstöðvar strætó endurgerðar og götulýsing verður yfirfarin og endurbætt eftir þörfum. Hljóðveggir verða settir meðfram götunni. Að norðanverðu verða þeir úr grjótkörfum en að sunnanverðu verður steyptur veggur.

Lagðir verða nýir göngu- og hjólreiðastígar meðfram Miklubraut við Klambratún. ...
Lagðir verða nýir göngu- og hjólreiðastígar meðfram Miklubraut við Klambratún. Lágreistur hljóðveggur mun dempa hávaða frá umferðinni. Tölvuteikning/Reykjavíkurborg

Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að gert sé ráð fyrir að framkvæmdum sem tefja umferð verði lokið í ágúst, en tímabundið verður akreinum fækkað í eina í hvora átt. „Reynt verður eftir fremsta megni að hafa þann tíma stuttan,“ segir Jón í samtali við mbl.is. „Fyrst verður þrengt að umferð á þeirri akrein sem liggur í vesturátt. „Byrjað verður á mánudag og eftir að þungi morgunumferðar verður liðinn hjá verður einni akrein til vesturs lokað, þ.e. í átt að miðbænum. Gera má ráð fyrir að áhrifa þessarar þrengingar gæti einkum á morgnana og þá fyrst á þriðjudag.“

Ekkert verður gengið á Klambratúnið í þessum framkvæmdum. Ekkert rask mun fara fram innan trjálínunnar sem aðskilur gangstígana í dag frá almenningsgarðinum. Til að bæta við strætóreininni er tekið svæði af umferðareyjunni á miðri Miklubrautinni sem og af svæði meðfram húsagötunni við brautina að sunnanverðu.

Hljóðveggir verða settir upp við Miklubrautina á vegkaflanum milli Rauðarárstígs ...
Hljóðveggir verða settir upp við Miklubrautina á vegkaflanum milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Við Klambratún (t.h.) verður veggurinn um 1 metri að hæð og gróður settur að honum til að gera vistlegri. Steyptur veggur verður við húsagötu að sunnanverðu. Teikning/Reykjavíkurborg

 Meðfram Miklubraut verða gerðar hljóðvarnir úr grjótkörfum að norðanverðu við Klambratún og steyptum vegg að sunnanverðu. Gróður verður settur í miðeyju brautarinnar og við stíga meðfram Klambratúni. Að sögn Jóns Halldórs er ekki um stórar hljóðmanir að ræða. Tilgangur þeirra er að dempa hljóð frá umferðinni fyrir þá sem búa við brautina og þá sem eru þar á gangi eða á hjóli. Veggurinn við Klambratún verður aðeins um 1 metri á hæð. Með honum verður fólk sem notar hjóla- og göngustígana „skermað“ frá umferðinni og gróður settur að að honum til að gera hann vistlegri.

Strætóreinin verður eins og fyrr segir til austurs, þ.e. frá miðborginni. Hún mun ekki ná yfir gatnamót Lönguhlíðar/Miklubrautar. 

Á þessari mynd má sjá strætóreinina í rauðum lit. Fyrir ...
Á þessari mynd má sjá strætóreinina í rauðum lit. Fyrir miðri mynd má sjá hellulagða upphækkun við gatnamót Reykjahlíðar og húsagötu við Miklubraut. Tilgangurinn er að hægja á umferð og auka öryggi vegfarenda. Teikning/Reykjavíkurborg

Meðan breytingar verða gerðar á biðstöðvum strætó við Klambratún verða bráðabirgðastöðvar settar við gatnamót Lönguhlíðar.

Verkið er unnið í samvinnu Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Veitna. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er um 350 milljónir króna. Hlutur Reykjavíkurborgar er um 170 milljónir. 

Framkvæmdirnar eru í samræmi við setta stefnu í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010 - 2030 um að auka vægi almenningssamgangna og auðvelda fólki að komast leiðar sinnar gangandi og hjólandi um borgina, en aðalskipulagið leggur mikla áherslu á fjölbreytni í samgöngumátum.

Áætlað er að verkinu í heild verði lokið í október.

Hér má sjá frekari teikningar af framkvæmdunum. Hér má lesa frekari upplýsingar um alla framkvæmdina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru raktin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörgu, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

Ferðir féllu niður í dag

17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

15:42 Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...