Breikkun Miklubrautar að hefjast

Búið er taka upp gamlar steinhellur af gangstéttinni við Klambratúnið ...
Búið er taka upp gamlar steinhellur af gangstéttinni við Klambratúnið og setja í stafla. Í næstu viku hefjast miklar framkvæmdir á vegkaflanum milli Rauðarárstígs og Miklubrautar. mbl.is/Golli

Á mánudag hefjast framkvæmdir við breikkun Miklubrautar, á kafla milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs. Einni akrein til vesturs, í átt að miðbænum, verður lokað í fyrstu. Búast má við umferðartöfum, aðallega á morgnana og seinnipartinn. Síðar í framkvæmdaferlinu þarf að loka fleiri akreinum í einu. Um tíma í sumar verða þrengingar í báðar áttir, aðeins ein akrein í hvora átt opin fyrir bílaumferðinni.

Raskið helgast af því að nú er verið að hefjast handa við gerð strætóreinar á Miklubraut til austurs á veghlutanum á milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs. Einnig á að leggja göngu- og hjólastíga meðfram Klambratúni.

Reykjahlíð verður lokað við Miklubraut og gert verður hellulagt torg (upphækkuð hellulögn) á gatnamót Reykjahlíðar og húsagötu við Miklubraut. Tilgangur þessa torgs er að hægja á umferð og auka öryggi gangandi vegfarenda. Þá verða biðstöðvar strætó endurgerðar og götulýsing verður yfirfarin og endurbætt eftir þörfum. Hljóðveggir verða settir meðfram götunni. Að norðanverðu verða þeir úr grjótkörfum en að sunnanverðu verður steyptur veggur.

Lagðir verða nýir göngu- og hjólreiðastígar meðfram Miklubraut við Klambratún. ...
Lagðir verða nýir göngu- og hjólreiðastígar meðfram Miklubraut við Klambratún. Lágreistur hljóðveggur mun dempa hávaða frá umferðinni. Tölvuteikning/Reykjavíkurborg

Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að gert sé ráð fyrir að framkvæmdum sem tefja umferð verði lokið í ágúst, en tímabundið verður akreinum fækkað í eina í hvora átt. „Reynt verður eftir fremsta megni að hafa þann tíma stuttan,“ segir Jón í samtali við mbl.is. „Fyrst verður þrengt að umferð á þeirri akrein sem liggur í vesturátt. „Byrjað verður á mánudag og eftir að þungi morgunumferðar verður liðinn hjá verður einni akrein til vesturs lokað, þ.e. í átt að miðbænum. Gera má ráð fyrir að áhrifa þessarar þrengingar gæti einkum á morgnana og þá fyrst á þriðjudag.“

Ekkert verður gengið á Klambratúnið í þessum framkvæmdum. Ekkert rask mun fara fram innan trjálínunnar sem aðskilur gangstígana í dag frá almenningsgarðinum. Til að bæta við strætóreininni er tekið svæði af umferðareyjunni á miðri Miklubrautinni sem og af svæði meðfram húsagötunni við brautina að sunnanverðu.

Hljóðveggir verða settir upp við Miklubrautina á vegkaflanum milli Rauðarárstígs ...
Hljóðveggir verða settir upp við Miklubrautina á vegkaflanum milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Við Klambratún (t.h.) verður veggurinn um 1 metri að hæð og gróður settur að honum til að gera vistlegri. Steyptur veggur verður við húsagötu að sunnanverðu. Teikning/Reykjavíkurborg

 Meðfram Miklubraut verða gerðar hljóðvarnir úr grjótkörfum að norðanverðu við Klambratún og steyptum vegg að sunnanverðu. Gróður verður settur í miðeyju brautarinnar og við stíga meðfram Klambratúni. Að sögn Jóns Halldórs er ekki um stórar hljóðmanir að ræða. Tilgangur þeirra er að dempa hljóð frá umferðinni fyrir þá sem búa við brautina og þá sem eru þar á gangi eða á hjóli. Veggurinn við Klambratún verður aðeins um 1 metri á hæð. Með honum verður fólk sem notar hjóla- og göngustígana „skermað“ frá umferðinni og gróður settur að að honum til að gera hann vistlegri.

Strætóreinin verður eins og fyrr segir til austurs, þ.e. frá miðborginni. Hún mun ekki ná yfir gatnamót Lönguhlíðar/Miklubrautar. 

Á þessari mynd má sjá strætóreinina í rauðum lit. Fyrir ...
Á þessari mynd má sjá strætóreinina í rauðum lit. Fyrir miðri mynd má sjá hellulagða upphækkun við gatnamót Reykjahlíðar og húsagötu við Miklubraut. Tilgangurinn er að hægja á umferð og auka öryggi vegfarenda. Teikning/Reykjavíkurborg

Meðan breytingar verða gerðar á biðstöðvum strætó við Klambratún verða bráðabirgðastöðvar settar við gatnamót Lönguhlíðar.

Verkið er unnið í samvinnu Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Veitna. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er um 350 milljónir króna. Hlutur Reykjavíkurborgar er um 170 milljónir. 

Framkvæmdirnar eru í samræmi við setta stefnu í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010 - 2030 um að auka vægi almenningssamgangna og auðvelda fólki að komast leiðar sinnar gangandi og hjólandi um borgina, en aðalskipulagið leggur mikla áherslu á fjölbreytni í samgöngumátum.

Áætlað er að verkinu í heild verði lokið í október.

Hér má sjá frekari teikningar af framkvæmdunum. Hér má lesa frekari upplýsingar um alla framkvæmdina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Sprengjan“ reyndist vera járnstykki

16:36 Hlutur sem fannst í fjörunni á Álftanesi í gær og leit út eins og jarðsprengja reyndist vera járnstykki úr vinnupalli samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Endurbætur við Deildartunguhver

16:34 Í byrjun júlí ætla Veitur að hefja framkvæmdir við Deildartunguhver en á meðan framkvæmdunum stendur mun aðgengi að hvernum minnka. Þetta er gert til þess að bæta aðstöðu ferðamanna og tryggja öryggi þeirra. Meira »

Steypuvinna hafin á Hörpureitnum

16:30 Framkvæmdir á Hörpureitnum í miðborg Reykjavíkur þar sem Marriott hótel rís hófust klukkan 4 í nótt. Byrjað var að steypa grunn í holuna sem staðið hefur óhreyfð í fjölda ára en um þrjátíu starfsmenn unnu við verkefnið í nótt með bílum, tækjum og tólum. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna manndrápstilraunar

16:25 Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir karlmanni sem grunaður er um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás með að hafa ítrekað stungið annan mann í brjóst og handlegg þegar þeir voru um borð á hollensku skipi. Meira »

Sagt að réttindin væru fullnægjandi

16:22 „Ákærði telur að orsök slyssins verði ekki rakin til einhvers sem hann bar ábyrgð á. Hann er launþegi hjá fyrirtækinu og hver er ábyrgð þess að ráða fólk til starfa með tilskilin réttindi? Um er að ræða óhappatilvik og þá spyr maður um ábyrgð útgerðarinnar.“ Meira »

Ríkisforstjórar fá milljónagreiðslur

16:19 Ríkisendurskoðandi hækkar um 29,5 prósent í launum og fær 4,7 milljóna króna eingreiðslu, forstjóri Fjármálaeftirlitsins um 14,8 prósent og fær um fjögurra milljóna króna greiðslu, forsetaritari um 19,6 prósent og fær 1,8 milljónir króna, hagstofustjóri um 11,4 prósent og fær 1,2 milljónir í eingreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar um 12,8 prósent og fær 2,5 milljóna króna eingreiðslu. Meira »

Gáfu forsetanum pizzu í afmælisgjöf

16:09 Í tilefni afmælis Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í dag sendi Domino's honum pizzu í afmælisgjöf. Pizzan var að sjálfsögðu ananas-laus en eins og frægt er orðið lét Guðni þau orð falla fyrr á árinu að hann vildi helst banna ananas á pizzur. Meira »

Snærós Sindradóttir ráðin til RÚV

16:15 Snærós Sindradóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra UNG-RÚV. Hún hefur starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu undanfarin ár. Snærós hefur störf hjá RÚV í byrjun ágúst og mun leiða uppbyggingu á þjónustu RÚV fyrir ungt fólk þvert á miðla. Meira »

Komu úr öðrum hverfum til að skemma

15:40 „Tilkynningar um eignaspjöll hafa alveg dottið niður. Við erum búin að ræða við langflesta þessara unglinga sem höfðu sig mest frammi. Það virðist hafa haft áhrif,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Auka eigi kröfur um þekkingu

15:17 Vinna Samgöngustofu við end­ur­skoðun á samþykkt­um hand­bók­um fyr­ir fis­fé­lög­in, sem farið var í eftir að rannsóknarnefnd samgönguslysa beindi því að stofnuninni að gera auknar kröfur um þekkingu og vinnubrögð þeirra sem vinna að samsetningu og viðhaldi fisa, er á lokastigi. Meira »

Sárin í mosanum grædd

14:57 Fyrir stuttu voru unnin skemmdarverk í mosanum í Litlu Svínahlíð við Nesjavelli. Í dag var vinnuhópur á vegum Orku Náttúrunnar að græða sárin með því að planta mosa í þau. Aðferðin er einföld og segir landgræðslustjóri ON að allir geti grætt sár í mosa í sínu nærumhverfi. Meira »

Afnema sumarlokanir

14:55 Velferðarráð hefur samþykkt að afnema sumarlokanir í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir skerðingu á matarþjónustu fyrir eldri borgara sem margir nýta sér í hádeginu. Meira »

Slóst utan í annan krana

14:46 Byggingakrani féll þegar verið var að taka hann niður við Vesturbæjarskóla um klukkan hálftvö í dag. Að sögn Atla Hafsteinssonar, staðarstjóra hjá Munck á Íslandi sem er verktaki á svæðinu, slóst kraninn utan í annan krana en engin slys urðu á fólki. Meira »

Fjögur umferðarslys á á Vesturlandi

14:40 Fjögur umferðarslys urðu á Vesturlandi í gær. Að sögn lögreglu urðu þrjár bílveltur, ein í Búðardal, önnur við Baulu og sú þriðja í Stykkishólmi. Alvarlegt bifhjólaslys varð á Borgarfjarðarbraut við Ytri-Skeljabrekku. Meira »

Stefna í átt að aukinni samvinnu

14:16 Aukin samvinna milli stofnanna stuðlar að bættri heilbrigðisþjónustu samkvæmt Óttarri Proppé heilbrigðisráðherra. Þá hefur verið litið til annarra landa við uppbyggingu heilbrigðisskerfisins á Íslandi í formi ráðgjafar, samstarfs og rannsókna. Meira »

Ætla að annast kaup á námsgögnum

14:44 Kársnesskóli hefur í samstarfi við foreldrafélagið ákveðið að annast innkaup námsgagna fyrir alla nemendur skólans fyrir næst skólaár. Skólinn getur lagt til námsgögn til persónulega nota fyrir nemendur fyrir ákveðið gjald sem foreldrum stendur til boða að greiða inn á reikning foreldrafélagsins. Meira »

Uppbygging á Hveravöllum í umhverfismat

14:24 Endurskoða þarf í heild matsskýrslu vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á Hveravöllum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, en félag á vegum sveitarfélaga á svæðinu hefur í hyggju að reisa þar rúmlega 1.700 fermetra hótelbyggingu sem á að geta hýst 120 manns. Þetta er ákvörðun Skipulagsstofnunar. Meira »

Jón H. B. til ríkissaksóknara

13:07 Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, mun í byrjun ágúst söðla um og hefja störf sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Meira »
Daybreak USA húsbíll, 32 fet 2001 árg.
Útdraganleg hlið,arinn,sér svefnherb,gott baðherb með sturtu,eldhús og setustofa...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði eða nágrenni.
Húsnæði óskast í júlí og ágúst í Hafnarfirði eða nágrenni, 3 svefnherbergi Vin...
 
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...