Ýttu úr vör áætlun í loftslagsmálum

Frá fundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun.
Frá fundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun. mbl.is/Eggert

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem liggja skal fyrir í lok ársins. 

Markmið áætlunarinnar er að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar skv. Parísarsamningnum í loftslagsmálum til 2030 með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti. 

Sérstök verkefnastjórn og sex faghópar vinna áætlunina. Settur verður upp samráðsvettvangur þar sem fulltrúum haghafa og stjórnarandstöðu verður boðið að taka sæti. 

Áhersla verður lögð á samráð við haghafa og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins. 

„Ég tel það mjög mikilvægt að þetta verkefni sé á Íslandi unnið þvert á þau svið sem geta lagt hönd á plóginn. Það er gríðarlega mikilvægt að þetta sé ekki unnið í einu ráðuneyti,“ sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.

„Saman munum við geta breytt hlutunum,“ sagði hún og bætti við að Ísland hafi verið að losa of mikið af gróðurhúsalofttegundum.

„Það er mikilvægt að við fáum atvinnulífið og almenning til þess að vinna þetta með okkur, og stjórnarrandstöðuna líka. Loftslagsmálin eru ekki eitthvað sem við eigum að vera að kýtast um. Við verðum að sameinast í þetta stóra verkefni."

Frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar.
Frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipta máli árhundruð fram í tímann

Hún sagði mikilvægt að hugsa loftslagsmálin langt fram í tímann. „Við erum að fara í aðgerðir sem skipta máli árhundruð fram í tímann. Ef við ætlum að stefna að því að Ísland verði lágkolvetninshagkerfi munu þær aðgerðir sem við erum að leggja af stað með hafa áhrif langt fram í tímann . Við munum sjá árangur þeirra mest eftir kannski 50 ár en það er brýnt að fara af stað ekki seinna en í dag.“

Brekka fyrir Íslendinga að ná markmiðum

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að Íslendingar standi ágætlega í samanburði við aðrar þjóðir hvað loftslagsmál snertir.

Hann sagði að vel hafi tekist upp á sviði nýsköpunarrannsókna og að heimilin í landinu styðjist fyrst og fremst við sjálfbæra orkugjafa þegar kemur að rafmagni og húshitun.

Að sögn Bjarna eru sóknarfæri ekki síst á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs og sagði hann augljóst að aðgerðirnar sem verið er að fara í muni skila árangri.

Hann sagði að það gæti verið talsvert brekka fyrir Íslendinga að ná þeim markmiðum sem um er rætt. „Við ætlum að fara bjartsýn til þessa verkefnis.“

Í samstarfsyfirlýsingunni segir m.a.: „Til að Ísland nái að standast metnaðarfull markmið Parísarsamningsins er ljóst að samfélagið allt þarf að taka fullan þátt. Það þarf að tryggja langtímasýn og -árangur í minni auðlindasóun og uppbyggingu og þróun lágkolefnishagkerfis. Það kallar á samstillt átak innan stjórnkerfisins og samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs, félagsamtaka og síðast en ekki síst almennings. Því ætlar ríkisstjórnin að hrinda af stað gerð nýrrar aðgerðaráætlunar til að draga úr losun og auka kolefnisbindingu. Áætlunin á að miða að því að Íslandi standi við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varða veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins um hvernig er hægt að ná markmiðum um að halda hlýnun andrúmsloftsins vel innan við 2°C."

Einnig kemur fram í samstarfyfirlýsingunni að vegna stórfelldrar landeyðingar í gegnum aldirnar og framræslu votlendis síðustu áratugin hafi Ísland mikla möguleika á að draga úr losun frá landi og binda kolefni á ný í jarðvegi og gróðri.

mbl.is

Innlent »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Þrjú hótel áformuð við hlið Kjörgarðs

05:30 Þrjú hótel eru áformuð við Kjörgarð á Laugavegi 59 í Reykjavík. Íbúðahótelið Reykjavík Residence hyggst opna hótel á Hverfisgötu 78. Það verður að hluta í nýju bakhúsi sem snýr að Kjörgarði. Meira »

Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?

05:30 Flugmaður, sem var á dögunum að ferja flugvél vísindaleiðangurs frá Íslandi til Monterey í Kaliforníu, náði mynd sem sýnir gufubólstra upp úr Grænlandsjökli. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »

Viðhald á leikskólum óviðunandi

05:30 „Það er alveg ljóst og vitað að ástand leikskólabygginga er mjög slæmt og við höfum fengið ábendingar um slæmt viðhald bæði frá leikskólastjórum og eins frá foreldrum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Verktakar flýja borgina

05:30 Dæmi eru um að verktakar hafi gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og tekið ákvörðun um að hætta uppbyggingu í miðborginni. Ástæðan er miklar og ítrekaðar tafir á afgreiðslu mála. Meira »

24,9 stiga hiti í Húsafelli

Í gær, 23:18 Sumarveðrið er í hámarki þessa dagana og um að gera að njóta, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hæstur hiti á landinu mældist í Húsafelli í dag 24,9 gráður, en hiti fór einnig yfir 24 gráður á Reykjum í Fnjóskadal og Ásgarði. Meira »

Ný bryggja við Fáskrúðsfjarðarhöfn

05:30 Ný bryggja er í smíðum við Fáskrúðsfjarðarhöfn og er ráðgert að byggingu hennar ljúki í september nk. Bryggjan er 90 metra löng og um tíu metra dýpi er við hana. Meira »

Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn

05:30 Starfsemi Valitor hefur gjörbreyst undanfarin ár og er fyrirtækið nú meðal stærstuhugbúnaðarhúsa landsins.   Meira »

Handleggsbrotnaði á trampólíni

Í gær, 22:46 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um trampólínslys við Sjávargrund um sexleytið í kvöld, en þar hafði barn handleggsbrotnað sem lenti illa er það var að hoppa á trampólíninu. Meira »
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
Mánatún 3ja herb. m. stæði í bílagemyslu
Glæsileg 3ja herb. íbúð á 5 hæð með stæði í bílageymlsu til leigu. Allar innrétt...
Gisting í Biskupstungum..
Hlý og falleg 2ja-4urra manna herb. -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.....
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....