Svifu á vélsleða

„Hugmyndin kom frá Finnum þar sem þeir fóru með sleða fram af kletti en þá bundu þeir fallhlíf við sleðann. Ég sá myndskeið af því og hugsaði með mér að búnaðurinn væri einfaldur og ég á væng og sleða. Við ákváðum að prófa þetta,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson.

Honum og félögum hans tókst að fljúga vélsleða með hefðbundnum „paragliding“-væng í lok apríl en Björn og Reynir Örn Linduson sátu á sleðanum. Þeir vita ekki til þess að slíkt hafi verið reynt áður á Íslandi og ætla að reyna þetta aftur, þá með öflugri væng.

Paraglider er svifvængur sem svífur við það að fara niður fjall í uppstreymi. „Þarna erum við með vindinn í bakið, við erum með öfugar aðstæður. Þessi vængur er einstaklingsvængur fyrir 95 kíló en við erum með sleða og tvo menn. Tilraunin er bara sú að komast í loftið og sjá hvort þetta virki,“ segir Björn en til er farþegavængur sem tekur meira en 300 kíló og ætlunin er að prófa hann næsta vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert