Stuðningur við sjúkrahús stytti biðlista

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að vinna við að stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu gangi ágætlega. Hann segir að fyrst og fremst sé unnið á biðlistum með fjármagni og stuðningi við sjúkrahúsin.

„Þegar við erum að tala um biðlista erum við auðvitað aðallega að tala um bið eftir aðgerðum sem eru, eins og það heitir, valkvæðar aðgerðir, þ.e. aðgerðir sem eru ekki bráðaaðgerðir heldur aðgerðir sem fólk bíður eftir, á borð við liðskiptaaðgerðir, augnaðgerðir o.s.frv. Þetta eru aðgerðir sem í flæði eða rekstri spítalanna mæta stundum afgangi ef mikill þrýstingur er á almenna þjónustu, neyðarþjónustu o.s.frv.,“ sagði ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra út í biðlista í heilbrigðiskerfinu. Hún sagði að einfaldasta leiðin til að stytta biðlistana væri að styðja við þau sjúkrahús sem gætu ráðist í þær aðgerðir þar sem langur biðlisti væri.

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óttarr benti á að vinnan við að stytta biðlista hafi hafist fyrir rúmu ári fyrir atbeina Alþingis, þar sem þingið stóð fyrir því að setja viðbótarfjármagn, 840 milljónir á ári þrjú ár í röð, sérstaklega til að vinna á biðlistum.

„Við erum nú á öðru ári í því átaki og ég get svarað því til að það gengur ágætlega að vinna á þeim biðlistum, en nákvæma tölu eða stöðu á því hef ég því miður ekki hér á takteinum til að svara fyrir það í dag.

Stór hluti af því að vinna á biðlistunum er auðvitað stuðningur eða styrkur þeirra stofnana sem vinna í verkinu. Í ár horfum við sérstaklega á Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akranesi, Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Við horfum einnig á möguleika á að nýta aðstöðu og jafnvel mannskap á öðrum heilbrigðisstofnunum með stuðningi Landspítalans ef þarf,“ sagði Óttarr.

Katrín fagnaði því að ráðherra lýsti því yfir að hann væri því sammála að það mikilvægasta til að stytta biðlista væri spurningin um fjármagn og að styrkja sjúkrahúsin. Sú aðgerð sem hefði skilað árangri væri að styrkja hið opinbera kerfi til að stytta biðlistana og stytta bið fólks eftir aðgerðum.

Óttarr tók undir orð Katrínar, en bætti við að hann hefði einnig falið fyrirtækjum sem sjá um augnaðgerðir, sem væru einkarekin fyrirtæki, að sjá almennt um augnaðgerðir í heilbrigðiskerfinu. Þau væru líka að taka hluta af þessu biðlistaátaki eins og hefði verið á síðasta ári.

Þá bætti Óttarr við, að hann hefði sett af stað vinnu í ráðuneytinu til að athuga hvort það þyrfti að endurskoða lög til að skýra betur hvað teljist vera sérhæfð sjúkrahúsþjónusta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skipstjórinn neitar sök

11:58 Fjölskylda hinnar kanadísku Shelagh Donovan, sem lést þegar hún varð fyrir hjólabát við Jökulsárlón árið 2015, hefur fallið frá einkaréttarkröfu í máli gegn skipstjóranum sem stýrði bátnum. Í ákæru kom fram að fjölskyldan krefðist þess að maðurinn greiddi samtals um 44 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Missti afl vegna rangs frágangs

11:48 Fisflugvél sem nauðlent var á túni við bóndabæ í Úlfarársdal í júní í fyrra og endaði á hvolfi missti afl vegna rangs frágangs á vélinni. Vængir vélarinnar höfðu verið teknir út daginn fyrir atvikið og festir í læstri stöðu en vegna rangs frágangs lokaðist fyrir flæði eldsneytis úr hægri vænggeymi. Meira »

Máttu hafna greiðslu kæranda

11:40 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð vegna stjórnsýslukæru varðandi úthlutun á greiðslumarki í mjólk í febrúar síðastliðnum. Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna greiðslu frá kæranda fyrir greiðslumark mjólkur var staðfest. Meira »

800 eiga mögulega rétt á endurgreiðslu

11:28 Vinnumálastofnun mun á næstu vikum setja sig í samband við um 800 einstaklinga sem kunna að eiga rétt til endurgreiðslu á atvinnuleysisbótum eftir dóm Hæstaréttar frá því í byrjun þessa mánaðar. Til viðbótar lengist bótatímabil hjá um 1.200 einstaklingum úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Sakar borgina um orðhengilshátt

11:18 Lögmaður fyrirtækisins AFA JCDecaux, sem á og rekur mikinn fjölda biðskýla á höfuðborgarsvæðinu, segir það ekki skipta máli hvernig fjárhagslegu sambandi við leigutaka sé háttað. WOW citybike auglýsingarnar á hjólastöðvunum fyrirtækisins séu mikil auglýsing fyrir WOW air óháð því hvort hjólaleigan sé auka búgrein flugfélagsins eða hrein viðbót við annað markaðsstarf félagsins. Meira »

Krefjast 44 milljóna í skaðabætur

10:55 Fjölskylda Shelagh D. Donovan, sem lést er hún varð fyrir hjólabát við Jökulsárlón árið 2015, krefur skipstjórann stýrði bátnum samtals um 44 milljónir króna í skaðabætur vegna slyssins. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem mbl.is hefur undir höndum. Meira »

Reiðhjólaslys og bílvelta á Vesturlandi

10:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegisbil í gær til að flytja slasaðan hjólreiðamann sem staðsettur var á sunnanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Skemmdarverk unnin á Víðistaðakirkju

10:54 Skemmdarverk voru unnin á Víðistaðakirkju í nótt. Krotað var á alla vesturhlið kirkjunnar. „Þetta er alveg hellingur. Öll hliðin er útkrotuð,“ segir Karl Kristensen, kirkjuvörður. Málið hefur verið kært til lögreglu en ekki er enn vitað hver var að verki. Meira »

Skimun þjóðhagslega hagkvæm

09:50 Rannsóknir benda til þess að það geti verið þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir lungnakrabbameini hér á landi. Talið er að tæplega 10 þúsund einstaklingar kæmu til greina fyrir slíka skimun hér á landi en tækjabúnaður er til staðar. Meira »

Drengurinn sem fékk unglinga til að lesa

09:30 Tuttugu ár eru í dag síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út hjá Bloomsbury-útgáfunni í London.  Meira »

„Þetta er ekki Miklabrautin“

09:09 „Í vor hjólaði þarna hjólreiðamaður á dreng sem er í leikskólanum. Í kjölfarið sendi ég póst á umhverfissvið borgarinnar og bað um að þetta yrði tekið mjög föstum tökum,“ segir Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, um slys sem átti sér stað á hjólreiðastíg í Öskjuhlíð. Meira »

Fremur tilkomulítið veður

07:15 Veður dagsins verður fremur tilkomulítið. Fremur hæg vestanátt þar sem sólar mun helst njóta við austanlands og ekki verður sérlega hlýtt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Kærðu útboð á aðstöðu flugrútu

06:59 Ríkiskaup tilkynntu á opnunarfundi tilboða í útboði Isavia á aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að opnun tilboða yrði frestað vegna kæru Félags hópferðaleyfishafa. Meira »

Slökktu eld í klósetti

06:48 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í gámaklósetti við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði frá klósettinu enda gámurinn úr plasti. Meira »

Grænlandssöfnunin gengur vel

05:30 „Söfnin hefur staðið innan við viku og fór af stað án nokkurs undirbúnings. Við erum komin vel yfir 20 milljónir, sem er ótrúlegur árangur,“segir Hrafn Jökulsson, forsvarsmaður landsöfnunarinnar „Vinátta í verki“. Meira »

Dúxinn segir skipstjórann skipta máli

06:52 Atli Hafþórsson var með hæstu einkunn brautskráðra meistaranema við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands um helgina en hann útskrifaðist þar með meistarapróf í aðferðafræði. Aðaleinkunn hans var 9,25. Meira »

Þrír ökumenn í vímu

05:45 Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Meira »

Hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík

05:30 Marta Jonsson, skóhönnuður og athafnakona í London, hefur í hyggju að reisa hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík.  Meira »

Wow Cyclothon

PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Með SWAROVSKI kristals skífu, vönduð verk 2ja ára alþjóðleg ábyrgð. Sama verð og...
Þurrkari
...
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 30.05.2008. Ekinn 84 þús. Vél 2.2, 5 gíra,...
Stimplar
...
 
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...