Stuðningur við sjúkrahús stytti biðlista

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að vinna við að stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu gangi ágætlega. Hann segir að fyrst og fremst sé unnið á biðlistum með fjármagni og stuðningi við sjúkrahúsin.

„Þegar við erum að tala um biðlista erum við auðvitað aðallega að tala um bið eftir aðgerðum sem eru, eins og það heitir, valkvæðar aðgerðir, þ.e. aðgerðir sem eru ekki bráðaaðgerðir heldur aðgerðir sem fólk bíður eftir, á borð við liðskiptaaðgerðir, augnaðgerðir o.s.frv. Þetta eru aðgerðir sem í flæði eða rekstri spítalanna mæta stundum afgangi ef mikill þrýstingur er á almenna þjónustu, neyðarþjónustu o.s.frv.,“ sagði ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra út í biðlista í heilbrigðiskerfinu. Hún sagði að einfaldasta leiðin til að stytta biðlistana væri að styðja við þau sjúkrahús sem gætu ráðist í þær aðgerðir þar sem langur biðlisti væri.

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óttarr benti á að vinnan við að stytta biðlista hafi hafist fyrir rúmu ári fyrir atbeina Alþingis, þar sem þingið stóð fyrir því að setja viðbótarfjármagn, 840 milljónir á ári þrjú ár í röð, sérstaklega til að vinna á biðlistum.

„Við erum nú á öðru ári í því átaki og ég get svarað því til að það gengur ágætlega að vinna á þeim biðlistum, en nákvæma tölu eða stöðu á því hef ég því miður ekki hér á takteinum til að svara fyrir það í dag.

Stór hluti af því að vinna á biðlistunum er auðvitað stuðningur eða styrkur þeirra stofnana sem vinna í verkinu. Í ár horfum við sérstaklega á Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akranesi, Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Við horfum einnig á möguleika á að nýta aðstöðu og jafnvel mannskap á öðrum heilbrigðisstofnunum með stuðningi Landspítalans ef þarf,“ sagði Óttarr.

Katrín fagnaði því að ráðherra lýsti því yfir að hann væri því sammála að það mikilvægasta til að stytta biðlista væri spurningin um fjármagn og að styrkja sjúkrahúsin. Sú aðgerð sem hefði skilað árangri væri að styrkja hið opinbera kerfi til að stytta biðlistana og stytta bið fólks eftir aðgerðum.

Óttarr tók undir orð Katrínar, en bætti við að hann hefði einnig falið fyrirtækjum sem sjá um augnaðgerðir, sem væru einkarekin fyrirtæki, að sjá almennt um augnaðgerðir í heilbrigðiskerfinu. Þau væru líka að taka hluta af þessu biðlistaátaki eins og hefði verið á síðasta ári.

Þá bætti Óttarr við, að hann hefði sett af stað vinnu í ráðuneytinu til að athuga hvort það þyrfti að endurskoða lög til að skýra betur hvað teljist vera sérhæfð sjúkrahúsþjónusta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

16:50 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Þrír sitja í stjórninni, sem er skipuð til tveggja ára. Meira »

57 milljónir fyrir 26 daga leigu

16:19 Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri þegar hún leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds. Meira »

Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

16:16 Fullyrðingar í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að fóstrum með Downs-heilkenni sé eytt í næstum 100 prósent tilfella hér á landi, eru í raun ekki réttar. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans Meira »

Reykjarmökkur barst frá Helguvík

15:50 Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus. Meira »

Einfalda skráningu íslensks ríkisborgararéttar

15:49 Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og barnalögum. Ætlun frumvarpsins er að draga úr ríkisfangsleysi með því að einfalda möguleika á skráningu íslensks ríkisborgararétts til barna sem fæðast hér á landi og ungs fólks sem búið hefur hér á landi. Meira »

Hótaði að skjóta fólk vegna vatnsleka

15:34 Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið handtók í dag mann í Hafnarfirði sem hafði hótað að skjóta fólk í skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu við Hafnarfjarðarhöfn Meira »

Bandarísk herþota á miðjum vegi

14:29 Vegfarendur á Ásbrú ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu bandaríska herþotu á miðjum vegi í eftirdragi á eftir hvítum ISAVIA-pallbíl. Um er að ræða herþotu af gerðinni Phanton-F4 sem notaðar voru af Bandaríkjaher á árum áður. Meira »

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut

15:34 Umferðarslys varð fyrir stuttu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. veginum hefur ekki verið lokað en einhverjar tafir eru á umferð þar í suðurátt. Meira »

„Mun koma í bakið á okkur öllum“

13:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði í gær með Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs. Þetta upplýsir hún í samtali við mbl.is. Meira »

Stýrir áætlun vegna húsnæðissáttmála

13:48 Velferðarráðuneytið hefur fengið Guðrúnu Ingvarsdóttur til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sérstökum húsnæðissáttmála sem kynntur var nýlega. Meira »

Tímasetningin ekki sú besta

13:30 Upplýsingafulltrú Reykjavíkurborgar kveðst skilja að framkvæmdir við Grensásveg valdi vegfarendum óþægindum og að tímasetning framkvæmdanna sé ekki sú besta. Meira »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »

Þyrlan sækir farþega í skemmtiferðaskip

12:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í  morgun til að sækja veikan farþega um borð í skemmtiferðaskipi sem statt var í Breiðafirðinum. Meira »

Ekkert eftirlit og engin tölfræði

11:00 Engar reglur eru um að sérstakt leyfi þurfi frá heilbrigðisyfirvöldum til að framkvæma fegrunaraðgerðir á vörum á borð við varafyllingar. Aftur á móti ættu aðeins læknar að framkvæma bótox-aðgerðir. Meira »

Sprengingar fyrirhugaðar í september

10:38 Vonast er til að sprengingar hefjist í Dýrafjarðargöngum í byrjun september. Forskering, þar sem sprengdur er skurður inn í fjallið, hófst 17. júlí. Meira »

Leiðakerfi Strætó í Google Maps

11:57 Til stendur að færa leiðarkerfi Strætó inn í Google Maps-kortavefinn. Munu farþegar þá geta nálgast upplýsingar um bestu leið milli staða á einfaldan hátt á vef Google eða Google Maps-forritinu í síma. Meira »

Veiddu 73 þúsund tonn í júlí

10:50 Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn, eða 3% meira en í júlí 2016. Botnfiskaflinn nam tæpum 30 þúsund tonnum og jókst um 6%, en þar af veiddust tæp 17 þúsund tonn af þorski sem er 22% aukning samanborið við júlí 2016. Meira »

Stöðvaður á 162 km hraða

10:21 Lögreglan á Blönduósi stöðvaði ökumann í gær sem mældist á 162 km hraða. Ökumaðurinn var á ferðinni milli Sauðárkróks og Varmárhlíðar eftir hádegi í gær þegar hann varð á vegi lögreglu. Meira »
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...