Stuðningur við sjúkrahús stytti biðlista

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að vinna við að stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu gangi ágætlega. Hann segir að fyrst og fremst sé unnið á biðlistum með fjármagni og stuðningi við sjúkrahúsin.

„Þegar við erum að tala um biðlista erum við auðvitað aðallega að tala um bið eftir aðgerðum sem eru, eins og það heitir, valkvæðar aðgerðir, þ.e. aðgerðir sem eru ekki bráðaaðgerðir heldur aðgerðir sem fólk bíður eftir, á borð við liðskiptaaðgerðir, augnaðgerðir o.s.frv. Þetta eru aðgerðir sem í flæði eða rekstri spítalanna mæta stundum afgangi ef mikill þrýstingur er á almenna þjónustu, neyðarþjónustu o.s.frv.,“ sagði ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra út í biðlista í heilbrigðiskerfinu. Hún sagði að einfaldasta leiðin til að stytta biðlistana væri að styðja við þau sjúkrahús sem gætu ráðist í þær aðgerðir þar sem langur biðlisti væri.

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óttarr benti á að vinnan við að stytta biðlista hafi hafist fyrir rúmu ári fyrir atbeina Alþingis, þar sem þingið stóð fyrir því að setja viðbótarfjármagn, 840 milljónir á ári þrjú ár í röð, sérstaklega til að vinna á biðlistum.

„Við erum nú á öðru ári í því átaki og ég get svarað því til að það gengur ágætlega að vinna á þeim biðlistum, en nákvæma tölu eða stöðu á því hef ég því miður ekki hér á takteinum til að svara fyrir það í dag.

Stór hluti af því að vinna á biðlistunum er auðvitað stuðningur eða styrkur þeirra stofnana sem vinna í verkinu. Í ár horfum við sérstaklega á Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og Sjúkrahúsið á Akranesi, Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Við horfum einnig á möguleika á að nýta aðstöðu og jafnvel mannskap á öðrum heilbrigðisstofnunum með stuðningi Landspítalans ef þarf,“ sagði Óttarr.

Katrín fagnaði því að ráðherra lýsti því yfir að hann væri því sammála að það mikilvægasta til að stytta biðlista væri spurningin um fjármagn og að styrkja sjúkrahúsin. Sú aðgerð sem hefði skilað árangri væri að styrkja hið opinbera kerfi til að stytta biðlistana og stytta bið fólks eftir aðgerðum.

Óttarr tók undir orð Katrínar, en bætti við að hann hefði einnig falið fyrirtækjum sem sjá um augnaðgerðir, sem væru einkarekin fyrirtæki, að sjá almennt um augnaðgerðir í heilbrigðiskerfinu. Þau væru líka að taka hluta af þessu biðlistaátaki eins og hefði verið á síðasta ári.

Þá bætti Óttarr við, að hann hefði sett af stað vinnu í ráðuneytinu til að athuga hvort það þyrfti að endurskoða lög til að skýra betur hvað teljist vera sérhæfð sjúkrahúsþjónusta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Slagveður suðvestanlands á morgun

15:51 Heldur fer að hvessa í kvöld suðvestanlands en í nótt og fyrramálið má gera ráð fyrir hviðum allt að 30 m/s á Reykjanesbraut samfara slagveðursrigningu. Gert er ráð fyrir 30-35 m/s á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Afar óheppileg tímasetning lögbanns

15:42 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík, á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni, út í hött. Meira »

„Óviðunandi í lýðræðisríki“

15:25 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og æðsti yfirmaður fjölmiðla á Íslandi, segir að fjölmiðlar eigi ekki að þola inngrip af hálfu ríkisvaldsins vegna ritstjórnarstefnu, efnistaka eða heimildarmanna sinna. „Slíkt er að minni hyggju óviðunandi í lýðræðisríki“. Meira »

Vél Primera snúið við vegna bilunar

15:23 Flugvél Primera Air Nordic var fyrr í dag snúið til baka til Alicante á Spáni skömmu eftir flugtak vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Óþolandi árás á tjáningarfrelsið

15:22 PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið, fordæma lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um tengsl stjórnmálamanna og fjármálastofnanna sem unnin er upp úr gögnum þrotabús Glitnis. Meira »

Sjáðu hvort nafnið þitt var notað

15:22 Nú getur þú farið í pósthólfið þitt á mínum síðum á Ísland.is til að kanna hvort nafn þitt hafi verið skráð á meðmælendalista einhvers framboðanna sem hugðust bjóða fram til Alþingis þann 28. október 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »

Fær bætur eftir vistun í fangaklefa

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa verið vistuð í fangaklefa í tæpa sex klukkutíma án þess að nægilegt tilefni væri til. Meira »

Styrkja þjónustu við þolendur ofbeldis

15:09 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur veitt Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri samtals 15 milljónir króna til að fjármagna stöður sálfræðinga sem sinna þjónustu við þolendur ofbeldis. Meira »

Lögbannsmálið ætti að skýrast í dag

14:04 Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, reiknar með að það skýrist í dag hvort farið verði fram á lögbann á fréttaflutning The Guardian af viðskiptavinum Glitnis. Meira »

Píratar kynntu tillögu til fjárlaga

13:46 Tillaga Pírata til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018 var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Þar kemur fram að tekjur vegna veiðigjalds fyrir veiðiheimildir fari úr rúmum 5,5 milljörðum króna vegna fjárlaga ársins 2017 yfir í 12 milljarða króna og hækki þar með um 117 prósent. Meira »

Þöggun blaðamanna fer með frelsið

13:29 Sonur maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segir að hún hafi verið ráðin af dögum vegna skrifa sinna. Hann hljóp í örvæntingu í kringum bílinn sem stóð í ljósum logum í gær og líkamsleifar móður hans útum allt. Dóra Mezzi hefur þekkt Daphne lengi og segir hana einstaka manneskju. Meira »

Erfitt að misnota gallann

13:07 Netöryggissérfræðingar telja að erfitt sé að misnota galla í þráðlausum tengingum sem tilkynnt var um í gær. Til þess þarf bæði talsverða þekkingu og búnað auk þess sem netumferð er dulkóðuð á öðrum stigum. Meira »

Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

12:25 Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Ræða veiðigjald og strandveiðar

11:47 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. 13, en síðan flytur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ávarp. Meira »

„Finnum fyrir miklum stuðningi“

10:46 „Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is. Meira »

Björk greinir nánar frá áreitninni

12:07 Björk Guðmundsdóttir hefur tjáð sig frekar um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi danska leikstjórans Lars von Trier. „Í anda #metoo langar mig að styðja konur um heim allan og greina frekar frá minni reynslu með danska leikstjóranum,“ skrifar Björk. Meira »

Björt framtíð fordæmir lögbannið

11:09 Björt framtíð lýsir þungum áhyggjum af stöðu lýðræðis í landinu í kjölfar þess að lögbann var sett á fréttaflutning af tengslum stjórnmálafólks og viðskiptalífs, þar sem hindruð hefur verið miðlun upplýsinga er varðar almannahag. Meira »

„Léleg í langtímaþjónustu“

10:30 „Við erum góð í bráðaþjónustu en léleg í langtímaþjónustu,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, á málþingi SVF um stefu í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Nokian dekk 185/65/15
Mjög lítið notuð ca. 4 mánuði hvert sett. Nokian dekk 185/65/15 4 nagladekk án f...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Til Leigu
Smiðjuvegur Rauð gata 562m2, er í dag tvö bil 281m2 hægt að opna á milli 3 innke...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...