Sýklaónæmi er „flókið fyrirbæri“

Hér á landi er gott eftirlit með matvælaframleiðslu en hins …
Hér á landi er gott eftirlit með matvælaframleiðslu en hins vegar ekkert eftirlit með sýklaónæmum bakteríum í ferskum mat, innlendum sem erlendum. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er mikilvægast að ráðast í allar þessar tillögur samtímis. Þetta er mjög flókið fyrirbæri hvernig sýklaónæmar bakteríur dreifast. Það er ekki nóg að byrja á því að fara í eina tillögu heldur þarf að fara í málið frá öllum hliðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann var formaður starfshóps um aðgerðir til að draga úr út­breiðslu sýkla­lyfja­ónæmra bakt­ería sem skilaði skýrslu í dag. 

Smitleiðir eru bæði þekktar og óþekktar.  „Það er mikil umræða um þetta núna og mikill þrýstingur erlendis frá erlendum stofnunum að stemma stigu við þessu. Stjórnvöld eru að melta skýrsluna. Ég er vongóður um að þetta eigi eftir að bera árangur,“ segir Þórólfur.  

Hann tekur fram að almennt séum við í góðum málum hér á landi þar sem sýkla­lyfja­ónæmi  hef­ur á und­an­förn­um árum verið minna en í öðrum löndum. „Þess heldur er nauðsynlegt að grípa til aðgerða núna svo við lendum ekki í verri málum.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þarf að auka eftirlit

Hér á landi er gott eftirlit með matvælaframleiðslu en hins vegar ekkert eftirlit með sýklaónæmum bakteríum í ferskum mat, innlendum sem erlendum. Það er eitt af því sem þyrfti að laga, að mati Þórólfs. „Erum við að flytja inn mikið af ónæmum bakteríum með ferskum matvælum? Bæði í kjötvörum og grænmeti,“ segir Þórólfur. 

Varðandi innflutning á kjöti ítrekar Þórólfur að hér verði fylgt þeim Evróputilskipunum sem okkur ber að gera. Frysting minnkar magn kampýlóbakters í matvælunum en hefur lítil áhrif á aðrar bakteríur. Hann bendir á að lögmæti þessarar kröfu hefur verið dregið í efa og er nú tekist á um það fyrir dómstólum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert