„Það verður líklega brjálað“

Mikil spenna er fyrir opnun Costco.
Mikil spenna er fyrir opnun Costco. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verið er að leggja lokahönd á framkvæmdir í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ sem opnuð verður á þriðjudaginn og í gær, þegar blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins bauðst
að kynna sér starfsemina, voru tilvonandi kassastarfsmenn þar í þjálfun.

Yfir 200 starfsmenn hafa verið ráðnir í þessa 14.000 fermetra verslun og á hverjum degi eru fluttar þangað vörur úr tíu flutningagámum.

Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, segir að íslenska verslunin verði nokkuð stærri en hin hefðbundna Costco-verslun og þá sé hún amerískari í útliti og vöruúrvali en gengur og gerist í verslunum Costco í Evrópu. „Okkur skilst að Íslendingar séu svolítið hrifnir af því sem amerískt er og við viljum gjarnan koma til móts við það,“ segir Brett í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert