Vonar að sóknirnar verði sameinaðar

Benedikta, formaður sóknarnefndar í Fella- og Hólakirkju, vonast til að ...
Benedikta, formaður sóknarnefndar í Fella- og Hólakirkju, vonast til að sóknirnar verði sameinaðar. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

„Ég vona að það verði hægt að sameina þessar sóknir, þó að ég hafi sjálf ekki vit á því hvernig það á að gerast. Þetta er svo víðtækt. Það er ekki bara kristnihlutinn, heldur allur reksturinn og það sem honum fylgir,“ segir Benedikta G. Waage, formaður sóknarnefndar Fella- og Hólakirkju, um hugsanlega sameiningu Fella- og Hólasóknar við Breiðholtssókn í Breiðholtskirkju.

Í Fréttablaðinu í dag kom fram að sóknarbörnum í Breiðholtskirkju hefði fækkað svo mikið að tekjur stæðu ekki lengur undir rekstri safnaðarins. Breiðholtssókn hefur því brugðið á það ráð að ræða við aðrar sóknir um sameiningu. Nú er komið að Fella- og Hólasókn, en Breiðholtssókn hafði áður rætt við Seljasókn án þess að nokkuð kæmi út úr því, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Mikilvægt að heimafólki komi að máli

„Við erum bara að byrja. Þetta eru enn þá bara þreifingar og ekkert fast í hendi með það. Fyrsti formlegi fundurinn fer fram í kvöld. Við erum bara búin að hitta þau til að koma þessu á,“ segir Benedikta og bætir við: „Við erum að gera þetta að beiðni þeirra úr Breiðholtskirkju og við viljum ekki skorast undan, enda er þetta það sem koma skal víða.“

Hún bendir á að sameiningar af þessu tagi hafi verið að eiga sér stað í löndunum í kringum okkur. Þá séu nokkrar einingar reknar út frá einni miðjueiningu.

Þorvaldur Víðisson biskupsritari segir í samtali við mbl.is nokkur dæmi um að sóknir hafi sameinast á landsbyggðinni, en lagðar hafa verið fram tillögur á kirkjuþingi á síðustu árum um sameiningar sókna um land allt. „Þær tillögur hafa ekki fengið mikinn framgang, en prófastdæmi hafa verið sameinuð. Það er mikilvægt að svona sameining sé gerð af heimafólki en ekki kirkjuþingi eða einhverri yfirstjórn. Sóknin er þessi félagslega eining og því eðlilegt að fólkið sjálft segi til hvernig það vill hafa skipulagið.“ Aðspurður hvort slíkar sameiningar séu það sem koma skal segir Þorvaldur það alltaf viðleitni að halda vel utan um reksturinn og að reyna að þjónusta sem best.

Einn sóknarprestur í stað tveggja

Sameining sókna átti sér í raun stað í Fella- og Hólakirkju nýlega eftir að tvær sóknir höfðu verið þar um áratuga skeið. Þann 1. desember síðastliðinn voru Fellasókn og Hólasókn sameinaðar í Fella- og Hólasókn og á sama tíma var sóknarprestum fækkað úr tveimur í einn, lögum samkvæmt.

Benedikta segir það þó ekki hafa verið gert í hagræðingarskyni, enda standi söfnuðurinn vel og hafi alltaf gert. Þetta hafi verið gert til að minnka flækjustigið í rekstrinum. Það sé til að mynda mun einfaldara að hafa eina sóknarnefnd en ekki tvær.

„Það var mín heitasta ósk að sameina sóknirnar aftur. Þó að margir hafi haldið að það væri betra að reka hlutina eins og þeir voru gerðir þá var það alls ekki minni vinna. Þegar sóknarpresturinn í Fellasókn sagði starfi sínu lausu þá ákváðum við að sameina. Það hefur líka fækkað í sóknunum báðum.“ Annar prestur mun þó þjóna sóknarbörnum með sóknarprestinum, Guðmundi Karli Ágústssyni, líkt og tíðkast í mörgum kirkjum.

Sóknarbörnum hefur fækkað af ýmsum ástæðum, að sögn Benediktu, meðal annars vegna breyttrar samsetningar íbúa hverfanna. Innflytjendur fari til að mynda ekki endilega í Þjóðkirkjuna. Þá hafa þau ekki farið varhluta af almennri fækkun sóknarbarna Þjóðkirkjunnar vegna úrsagna.

mbl.is

Innlent »

Eldur í fiskimjölsverksmiðju

10:17 Eldur kom upp í fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði í morgun. Slökkviliðsmenn eru enn á staðnum en hafa náð tökum á eldinum. Meira »

Mótmæla sameiningu á Austurvelli

09:44 Boðað er til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15, vegna fyrirhugaðrar sameiningar Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Meira »

Vilborg ætlar að sofa í viku

07:18 Þegar heim er komið fer maður fyrst að meðtaka árangurinn og upplifa þetta sem einhverskonar sigur. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir Everest-fari, sem kom heim til Íslands á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hún ætlar að slappa vel af næstu vikuna og hitta vini og fjölskyldu. Meira »

Vilborgu Örnu fagnað í Leifsstöð

Í gær, 23:19 Vilborg Arna Gissurardóttir Everest-fari kom til landsins nú í kvöld, en hún komst á toppinn aðfaranótt 21. maí. Tóm­asz Þór Veru­son, kær­asti Vil­borg­ar Örnu, fór út til Amsterdam og tók á móti henni þar í dag, en fjölskylda og vinir mættu á Keflavíkurflugvöll og fögnuðu heimkomu hennar nú í kvöld. Meira »

Barn í sjálfheldu uppi á skólabyggingu

Í gær, 20:46 Barn á grunnskólaaldri klifraði upp á þak skólabyggingar í Breiðholti síðdegis í dag og var þá komið í sjálfheldu.   Meira »

Einn með allar tölur réttar

Í gær, 20:16 Einn var með allar tölurnar réttar í laugardagslottóinu í kvöld og fær hann í sinn hlut rúmlega 6,5 milljónir króna. Miðinn var í áskrift. Meira »

Syrpuþon í myndum

Í gær, 19:13 Upp­lestr­ar­uppá­koma Andrés­ar And­ar og Ey­munds­son fór fram í dag í versl­un Ey­munds­son­ar í Kringl­unni. Mark­mið uppá­kom­unn­ar var að hvetja krakka til lest­urs og gefa þeim tæki­færi til að lesa upp­hátt með leiktilþrif­um. Meira »

Dúxinn hefur oft fórnað svefni

Í gær, 19:38 „Ég hefði orðið frekar leið ef mér hefði ekki gengið vel. Ég hugsaði að mér þætti ekkert leiðinlegt að verða dúx, enda er ég er með mjög mikið keppnisskap,“ segir Guðrún Sólveig Sigríðardóttir, dúx Menntaskólans í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Komin á hótel eftir langa bið

Í gær, 18:00 Indíana Ósk Róbertsdóttir er strandaglópur í Búlgaríu eftir að öllum flugferðum British Airways um Heathrow og Gatwick var aflýst í dag vegna tölvubilunar. Hún var komin út í vél sem var komin út á flugbraut er allt var sett í biðstöðu sem stóð í marga tíma. Meira »

Sigmundur: „Ég er uppveðraður“

Í gær, 17:23 „Ég er uppveðraður. Ég verð að viðurkenna það. Það er frábært að sjá hversu mikið af fólki er samankomið hér,“ segir Sigmundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og áður for­sæt­is­ráðherra, um framhaldsstofnfund Framfarafélagsins sem fram fór í dag. Meira »

Menningarveisla í borginni

Í gær, 16:04 Á fjölmenningardegi Reykjavíkurborgar sem er í dag er fjölbreyttri menningu íbúa höfuðborgarinnar fagnað. Í ár er yfirskrift dagsins: Saman óháð uppruna. Meira »

Natalía og Nadía dúxuðu í FG

Í gær, 15:54 Natalía Ýr Hjaltadóttir er dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ þetta vorið með 9,62 í meðaleinkunn. Nadía Helga Loftsdóttir var með 9,57 í meðaleinkunn og er því semi-dúx. Þær voru báðar á náttúrufræðibraut. Meira »

Syrpuþonið var sýnt í beinni

Í gær, 14:45 Upplestraruppákoma Andrésar Andar og Eymundsson fór fram í dag í verslun Eymundssonar í Kringlunni.  Meira »

Metfjöldi flugmanna útskrifaður

Í gær, 14:26 Flugskóli Íslands brautskráði 58 nemendur við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu á miðvikudaginn en þetta er stærsti hópur atvinnuflugmanna sem nokkur skóli hefur útskrifað hér á landi að því er segir í fréttatilkynningu. Meira »

Íslenskan í sókn með Netflix

Í gær, 12:05 Kvikmyndagerðarmaðurinn Þórir Snær Sigurjónsson finnur fyrir því að það sé meiri áhugi á íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en áður var, mun meiri en þegar hann byrjaði að vinna sem kvikmyndaframleiðandi. Hann segir að það sé meðal annars fyrir tilstuðlan Netflix. Meira »

Segja ríkið hafa dregið lappirnar

Í gær, 14:38 Landssamband lögreglumanna (LL) hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fagnað er samkomulagi sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og ríkið undirrituðu í gær. Þar segir að samkomulagið sé byggt á bókun sem samningsaðilar hafi undirritað með kjarasamningi í desember 2015. Meira »

Breytt stjórnmál kalla á viðbrögð

Í gær, 13:40 Ljóst er að stjórnmálin eru að breytast í grundvallaratriðum. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og áður for­sæt­is­ráðherra, í ræðu sinni á framhaldsstofnfundi Framfarafélagsins sem fram fór í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Meira »

Fjölmenni á fundi Framfarafélagsins

Í gær, 11:18 Fullt er út úr dyrum á framhaldsstofnfundi Framfarafélagsins sem hófst í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 11. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og áður forsætisráðherra, boðaði stofnun félagsins. Á félagið að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins. Meira »

Vilborg Arna klífur Everest 2017

HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur, titanium og tungstenpör á fínu ...
Fiat 290 húsbíll til sölu
Til sölu Fiat 290 húsbíll, skráður 08/1997, ek. ca. 124 þús. km. Ástand gott mið...
 
Orik-2017-11b
Tilboð - útboð
????? Orkuveita Reykjavíkur sef. óska...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Meðeigandi óskast í málmfyrirtæki upplý
Ýmislegt
Meðeigandi óskast í málmfyrirtæki Up...