Vonar að sóknirnar verði sameinaðar

Benedikta, formaður sóknarnefndar í Fella- og Hólakirkju, vonast til að ...
Benedikta, formaður sóknarnefndar í Fella- og Hólakirkju, vonast til að sóknirnar verði sameinaðar. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

„Ég vona að það verði hægt að sameina þessar sóknir, þó að ég hafi sjálf ekki vit á því hvernig það á að gerast. Þetta er svo víðtækt. Það er ekki bara kristnihlutinn, heldur allur reksturinn og það sem honum fylgir,“ segir Benedikta G. Waage, formaður sóknarnefndar Fella- og Hólakirkju, um hugsanlega sameiningu Fella- og Hólasóknar við Breiðholtssókn í Breiðholtskirkju.

Í Fréttablaðinu í dag kom fram að sóknarbörnum í Breiðholtskirkju hefði fækkað svo mikið að tekjur stæðu ekki lengur undir rekstri safnaðarins. Breiðholtssókn hefur því brugðið á það ráð að ræða við aðrar sóknir um sameiningu. Nú er komið að Fella- og Hólasókn, en Breiðholtssókn hafði áður rætt við Seljasókn án þess að nokkuð kæmi út úr því, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Mikilvægt að heimafólki komi að máli

„Við erum bara að byrja. Þetta eru enn þá bara þreifingar og ekkert fast í hendi með það. Fyrsti formlegi fundurinn fer fram í kvöld. Við erum bara búin að hitta þau til að koma þessu á,“ segir Benedikta og bætir við: „Við erum að gera þetta að beiðni þeirra úr Breiðholtskirkju og við viljum ekki skorast undan, enda er þetta það sem koma skal víða.“

Hún bendir á að sameiningar af þessu tagi hafi verið að eiga sér stað í löndunum í kringum okkur. Þá séu nokkrar einingar reknar út frá einni miðjueiningu.

Þorvaldur Víðisson biskupsritari segir í samtali við mbl.is nokkur dæmi um að sóknir hafi sameinast á landsbyggðinni, en lagðar hafa verið fram tillögur á kirkjuþingi á síðustu árum um sameiningar sókna um land allt. „Þær tillögur hafa ekki fengið mikinn framgang, en prófastdæmi hafa verið sameinuð. Það er mikilvægt að svona sameining sé gerð af heimafólki en ekki kirkjuþingi eða einhverri yfirstjórn. Sóknin er þessi félagslega eining og því eðlilegt að fólkið sjálft segi til hvernig það vill hafa skipulagið.“ Aðspurður hvort slíkar sameiningar séu það sem koma skal segir Þorvaldur það alltaf viðleitni að halda vel utan um reksturinn og að reyna að þjónusta sem best.

Einn sóknarprestur í stað tveggja

Sameining sókna átti sér í raun stað í Fella- og Hólakirkju nýlega eftir að tvær sóknir höfðu verið þar um áratuga skeið. Þann 1. desember síðastliðinn voru Fellasókn og Hólasókn sameinaðar í Fella- og Hólasókn og á sama tíma var sóknarprestum fækkað úr tveimur í einn, lögum samkvæmt.

Benedikta segir það þó ekki hafa verið gert í hagræðingarskyni, enda standi söfnuðurinn vel og hafi alltaf gert. Þetta hafi verið gert til að minnka flækjustigið í rekstrinum. Það sé til að mynda mun einfaldara að hafa eina sóknarnefnd en ekki tvær.

„Það var mín heitasta ósk að sameina sóknirnar aftur. Þó að margir hafi haldið að það væri betra að reka hlutina eins og þeir voru gerðir þá var það alls ekki minni vinna. Þegar sóknarpresturinn í Fellasókn sagði starfi sínu lausu þá ákváðum við að sameina. Það hefur líka fækkað í sóknunum báðum.“ Annar prestur mun þó þjóna sóknarbörnum með sóknarprestinum, Guðmundi Karli Ágústssyni, líkt og tíðkast í mörgum kirkjum.

Sóknarbörnum hefur fækkað af ýmsum ástæðum, að sögn Benediktu, meðal annars vegna breyttrar samsetningar íbúa hverfanna. Innflytjendur fari til að mynda ekki endilega í Þjóðkirkjuna. Þá hafa þau ekki farið varhluta af almennri fækkun sóknarbarna Þjóðkirkjunnar vegna úrsagna.

mbl.is

Innlent »

Hættulegt að losa skrúfur á hjólum

13:19 Lögreglan á Suðurnesjum segir að allt bendi til þess að framhjól hafi verið losað þegar reiðhjólaslys sem varð á dögunum á Suðurnesjum. Þá fór framhjólið undan reiðhjóli átta ára drengs með þeim afleiðningum hann slasaðist í andliti og braut framtönn. Meira »

Vill sætið sem Sigmundur skipar

12:55 Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sækist eftir því að leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum 28. október. Meira »

Vill fjórmenninga áfram í haldi

12:18 Fjórir Pólverjar, þar af einn búsettur á Íslandi, eru grunaðir um smygl á afmfetamínbasa til landsins. Lögreglan mun í dag fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum. Meira »

Mun ekki ljúka við 12 frumvörp

11:59 Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar gerir ekki ráð fyrir að ljúka við þau tólf frumvörp sem ríkisstjórnin var búin að samþykkja áður en kom til stjórnarslita. Meira »

Búist við stormi sunnantil

11:58 Kröpp lægð kemur upp að landinu í fyrramálið með hlýju lofti og miklum raka. Á Suðausturlandi mun rigna mikið á morgun frá morgni til kvölds. Á Austfjörðum verður regnið mest frá hádegi og fram á kvöld. Í öðrum landshlutum getur rignt talsvert þegar hitaskilin ganga norðvestur yfir landið. Meira »

Ekkert sjósund vegna saurlamengunar

11:49 Veitur vinna nú að gangsetningu og prófunum á skólphreinsistöðinni á Kjalarnesi. Vegna framkvæmda getur verið nauðsynlegt að losa skólp um yfirföll í sjó. Því er hætta á að saurgerlamengun í sjó fari yfir viðmiðunarmörk meðan á vinnunni stendur og fyrst á eftir. Meira »

Tveir staðnir að reykingum um borð

11:38 Tveir flugfarþegar urðu síðastliðinn sólarhring uppvísir að því að reykja um borð í flugvélum sem voru á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Meira »

Fresta viðgerð á Herjólfi

11:42 Vandamál hafa komið upp með afhendingu varahluta í Herjólf og því verður viðgerð frestað til að tryggja siglingar til Vestmannaeyja eftir 30. september. Er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand, þannig að skipið hefji áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Meira »

Túlkun FME hamlandi fyrir atvinnulífið

11:21 GAMMA hefur mótmælt þröngri túlkun Fjármálaeftirlitsins á því hvort fjárfestingarsjóðum sé heimilt að fjárfesta í einkahlutafélögum en í lögunum er ekki lagt bann við slíkum fjárfestingum. Meira »

Fékk spritt í stað hægðarlosandi lyfs

11:20 Móðir 19 mánaða gamals drengs fékk afgreitt vitlaust lyf í apóteki og gaf honum Sólarspritt til inntöku í stað Sorbitol sem er hægðarlosandi lyf. Öndunarvegur drengsins lokaðist og hann hóstaði og kúgaðist. Foreldrar hans fóru beint með hann á bráðamóttökuna Meira »

Veiddu 630 tonn af makríl í nót

11:16 Tímamót urðu á dögunum þegar Börkur NK notaði nót við makrílveiðar í Síldarsmugunni en íslensk fiskiskip hafa ekki ekki beitt þeirri aðferð við veiðar á makríl frá því að þær hófust fyrir alvöru fyrir um áratug síðan. Meira »

Skerpa þarf á skilningi um hatursorðræðu

10:41 „Við þurfum að sýna hugrekki og þor og taka umræðuna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, um hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Þorsteinn hélt opnunarávarp á ráðstefnu Æskulýðsvettvangsins um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem stendur nú yfir í Hörpu. Meira »

Þarf að láta kjósa sig inn á hvern fund

10:18 Theódóra Þorsteinsdóttir frétti af opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fjölmiðlum og nefndin þurfi að kjósa um hvort hún fengi að sitja fundinn. Hún hefur látið nefndarritara vita af áhuga flokksins á að sitja fundi tengda málinu og óskað eftir fundarboðum. Meira »

Þörf á nýju rannsóknaskipi

10:10 Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað í loðnuleiðangur í gær sem er 11 dögum seinna en áætlað var. Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að ástæða seinkunarinnar hafi verið bilun í einni af þremur stjórntölvum fyrir vélar skipsins. Meira »

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

09:33 Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira »

Lækkun á fasteignaskatti eldri borgara

10:11 Afsláttur á fasteignaskatti ellilífeyris- og örorkuþega mun aukast umtalsvert á komandi ári, samkvæmt tillögu sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær. Meira »

Próflaus á 141 km hraða

09:36 Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri. Meira »

Ósonið gerir gæfumuninn

09:27 Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg. Meira »
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
KTM 990 adventure árg 2010
Til sölu þetta frábæra ferðahjól. Græjan til að ferðast um Íslanda. Gott bæði á ...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...