Vonar að sóknirnar verði sameinaðar

Benedikta, formaður sóknarnefndar í Fella- og Hólakirkju, vonast til að ...
Benedikta, formaður sóknarnefndar í Fella- og Hólakirkju, vonast til að sóknirnar verði sameinaðar. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

„Ég vona að það verði hægt að sameina þessar sóknir, þó að ég hafi sjálf ekki vit á því hvernig það á að gerast. Þetta er svo víðtækt. Það er ekki bara kristnihlutinn, heldur allur reksturinn og það sem honum fylgir,“ segir Benedikta G. Waage, formaður sóknarnefndar Fella- og Hólakirkju, um hugsanlega sameiningu Fella- og Hólasóknar við Breiðholtssókn í Breiðholtskirkju.

Í Fréttablaðinu í dag kom fram að sóknarbörnum í Breiðholtskirkju hefði fækkað svo mikið að tekjur stæðu ekki lengur undir rekstri safnaðarins. Breiðholtssókn hefur því brugðið á það ráð að ræða við aðrar sóknir um sameiningu. Nú er komið að Fella- og Hólasókn, en Breiðholtssókn hafði áður rætt við Seljasókn án þess að nokkuð kæmi út úr því, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Mikilvægt að heimafólki komi að máli

„Við erum bara að byrja. Þetta eru enn þá bara þreifingar og ekkert fast í hendi með það. Fyrsti formlegi fundurinn fer fram í kvöld. Við erum bara búin að hitta þau til að koma þessu á,“ segir Benedikta og bætir við: „Við erum að gera þetta að beiðni þeirra úr Breiðholtskirkju og við viljum ekki skorast undan, enda er þetta það sem koma skal víða.“

Hún bendir á að sameiningar af þessu tagi hafi verið að eiga sér stað í löndunum í kringum okkur. Þá séu nokkrar einingar reknar út frá einni miðjueiningu.

Þorvaldur Víðisson biskupsritari segir í samtali við mbl.is nokkur dæmi um að sóknir hafi sameinast á landsbyggðinni, en lagðar hafa verið fram tillögur á kirkjuþingi á síðustu árum um sameiningar sókna um land allt. „Þær tillögur hafa ekki fengið mikinn framgang, en prófastdæmi hafa verið sameinuð. Það er mikilvægt að svona sameining sé gerð af heimafólki en ekki kirkjuþingi eða einhverri yfirstjórn. Sóknin er þessi félagslega eining og því eðlilegt að fólkið sjálft segi til hvernig það vill hafa skipulagið.“ Aðspurður hvort slíkar sameiningar séu það sem koma skal segir Þorvaldur það alltaf viðleitni að halda vel utan um reksturinn og að reyna að þjónusta sem best.

Einn sóknarprestur í stað tveggja

Sameining sókna átti sér í raun stað í Fella- og Hólakirkju nýlega eftir að tvær sóknir höfðu verið þar um áratuga skeið. Þann 1. desember síðastliðinn voru Fellasókn og Hólasókn sameinaðar í Fella- og Hólasókn og á sama tíma var sóknarprestum fækkað úr tveimur í einn, lögum samkvæmt.

Benedikta segir það þó ekki hafa verið gert í hagræðingarskyni, enda standi söfnuðurinn vel og hafi alltaf gert. Þetta hafi verið gert til að minnka flækjustigið í rekstrinum. Það sé til að mynda mun einfaldara að hafa eina sóknarnefnd en ekki tvær.

„Það var mín heitasta ósk að sameina sóknirnar aftur. Þó að margir hafi haldið að það væri betra að reka hlutina eins og þeir voru gerðir þá var það alls ekki minni vinna. Þegar sóknarpresturinn í Fellasókn sagði starfi sínu lausu þá ákváðum við að sameina. Það hefur líka fækkað í sóknunum báðum.“ Annar prestur mun þó þjóna sóknarbörnum með sóknarprestinum, Guðmundi Karli Ágústssyni, líkt og tíðkast í mörgum kirkjum.

Sóknarbörnum hefur fækkað af ýmsum ástæðum, að sögn Benediktu, meðal annars vegna breyttrar samsetningar íbúa hverfanna. Innflytjendur fari til að mynda ekki endilega í Þjóðkirkjuna. Þá hafa þau ekki farið varhluta af almennri fækkun sóknarbarna Þjóðkirkjunnar vegna úrsagna.

mbl.is

Innlent »

Elín ráðin í starf samráðsfulltrúa

09:20 Landsnet hefur ráðið Elínu Sigríði Óladóttur í starf samráðsfulltrúa þar sem hún mun meðal annars standa að auknu samtali við hagsmunaðila og halda utan um hagsmuna- og verkefnaráð. Meira »

„Brútal aðgerð af hálfu ríkisins“

08:50 „Þetta er brútal aðgerð af hálfu ríkisins,“ segir lögmaður Fögrusala um áætlaða friðlýsingu á Jökulsárlóni. Dómsmál sé enn í gangi sem geti leitt til þess að lónið teljist ekki eign ríkisins. Hefti friðlýsingin not á eigninni og teljist forkaupsréttur ríkisins ekki gildur, eigi ríkið von á bótamáli. Meira »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Þrjú hótel áformuð við hlið Kjörgarðs

05:30 Þrjú hótel eru áformuð við Kjörgarð á Laugavegi 59 í Reykjavík. Íbúðahótelið Reykjavík Residence hyggst opna hótel á Hverfisgötu 78. Það verður að hluta í nýju bakhúsi sem snýr að Kjörgarði. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »

Verktakar flýja borgina

05:30 Dæmi eru um að verktakar hafi gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og tekið ákvörðun um að hætta uppbyggingu í miðborginni. Ástæðan er miklar og ítrekaðar tafir á afgreiðslu mála. Meira »

Viðhald á leikskólum óviðunandi

05:30 „Það er alveg ljóst og vitað að ástand leikskólabygginga er mjög slæmt og við höfum fengið ábendingar um slæmt viðhald bæði frá leikskólastjórum og eins frá foreldrum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn

05:30 Starfsemi Valitor hefur gjörbreyst undanfarin ár og er fyrirtækið nú meðal stærstuhugbúnaðarhúsa landsins.   Meira »

Ný bryggja við Fáskrúðsfjarðarhöfn

05:30 Ný bryggja er í smíðum við Fáskrúðsfjarðarhöfn og er ráðgert að byggingu hennar ljúki í september nk. Bryggjan er 90 metra löng og um tíu metra dýpi er við hana. Meira »

Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?

05:30 Flugmaður, sem var á dögunum að ferja flugvél vísindaleiðangurs frá Íslandi til Monterey í Kaliforníu, náði mynd sem sýnir gufubólstra upp úr Grænlandsjökli. Meira »
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, 1 stk eftir í sendingu. Verð : 169.000...
Bílastæðamálun - heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...