Ekki næst í Kaupþingsmenn

„Ég þekki ekkert til þessa uppgjörs, hvorki gagnvart Ólafi eða öðrum. Þá hafði ég aldrei heyrt þetta fyrirtæki nefnt fyrr en ég sá það í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis,“ segir Bjarki Diego, sem starfaði sem lögfræðingur hjá Kaupþingi þegar Búnaðarbankinn var keyptur af S-hópnum.

Hann var spurður um félagið Dekhill og uppgjör af hagnaði í tengslum við söluna á Búnaðarbankanum. Ólafur Ólafsson sagðist ekkert kannast við félagið, í viðtali við Kastljós, en vísaði á stjórnendur Kaupþings.

„Það væri helst Hreiðar eða Sigurður sem gætu svarað fyrir þetta, geri ég ráð fyrir,“ segir Bjarki og vísar til Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga hefur Morgunblaðið hvorki náð í Hreiðar Má né Sigurð Einarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert