Leiðin inn í Landmannalaugar lokuð

Flestir fjallvegir eru lokaðir vegna aurbleytu.
Flestir fjallvegir eru lokaðir vegna aurbleytu. mbl.is/Rax

Búið er að loka bæði Sigölduleið (208) og Landmannaleið/Dómadalsleið inn í Landmannalaugar. Allur akstur á svæðinu hefur verið bannaður vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum, þar til annað verður auglýst. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Þá hefur stórum hluta Kjalvegar (35) verið lokað af sömu ástæðu og stóru svæði norðan Vatnajökuls. Meðal annars veginum inn í Herðubreiðarlindir og að Öskju. Hægt er að kynna sér lokanir betur hér.

Hér er hægt að sjá hvaða svæðum hefur verið lokað.
Hér er hægt að sjá hvaða svæðum hefur verið lokað. mynd/Vegagerðin

Vert er að taka fram að kortið gefur aðeins til kynna hvar umferð er óheimil, en segir ekki til um færð utan skyggðra svæða. Hægt er að kynna sér færð á öðrum vegum á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert