„Freki karlinn ræður“

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Golli

„Varnarlaus smáþjóð þarf traustan bandamann. Þegar Bandaríkin segja pass verðum við að efla tengslin við bræðraþjóðir í Evrópu. Það er ekki um aðra bandamenn að ræða.“ Þetta sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

Hann sagði blikur á lofti í alþjóðamálum og benti á að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefði boðað að Evrópulönd gætu ekki reitt sig lengur á Bandaríkin. „Íslendingar kynntust því árið 2008, að þegar við þurftum á hjálparhönd að halda þá ýttu Bandaríkjamenn okkur frá sér. Þeir líta greinilega svo á að ef á móti blæs eigi Íslendingar að leita til Evrópu. Evrópuþjóðirnar töldu aftur á móti að við værum ekki í þeirra liði.“

Benedikt sagði Íslendinga hafa borið til þess gæfu að hafna þeim öfgaöflum sem víða hefðu náð miklum styrk. Öfgaöflum sem vildu loka landamærum og hafna frjálsum viðskiptum. „Í heimi lýðskrumaranna þurfa frelsi, jafnrétti og bræðralag að víkja fyrir höftum, forréttindum og hatri. Á Íslandi er meiri jöfnuður en í nágrannalöndunum og heilbrigðiskerfi í fremstu röð í heiminum.“

 Bætt lífskjör með Costco

Hann sagði Íslendinga hafa síðustu daga verið rækilega minnta á gildi frjálsrar samkeppni og alþjóðavæðingar til að bæta lífskjör í landinu, en ætla má að hann hafi þar átt við opnun verslunar Costco í Garðabæ. „Samt sjáum við á hverjum degi fjölmarga berjast gegn tímans þunga nið, þeir ríghalda í allt sem gamalt er og formæla breytingum, þó að þær horfi til heilla.“

Benedikt sagði Íslendinga hafa verið heppna á árum áður þegar framsæknir foringjar í stjórnmálum voru menn sem þorðu að leiða þjóðina til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi með vinaþjóðum, samstarfi sem hefur orðið öllum til góðs. „Þar nægir að nefna aðildina að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en AGS leiddi okkur út úr hruninu og NATO sem hefur tryggt frið í Vestur-Evrópu allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Ekki má gleyma aukaaðildinni að Evrópusambandinu í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, en með henni höfum við bæði náð hagstæðum viðskiptum við 500 milljóna samfélag og þiggjum þaðan stóran hluta af okkar löggjöf.“

 Sá vægir sem vitið hefur meira

Benedikt sagði það stundum virðast náttúrulögmál að engu mætti breyta í samfélaginu og sagði litla smásögu sem vinur hans skrifaði: „Menn skiptast í tvennt: harmavalda og gæfusmiði. Harmavaldarnir eru ágengir, metnaðarfullir og stjórnsamir. Gæfusmiðirnir eru fjölbreytilegir og hógværir. Nánar þarf ekki að lýsa þeim. Ljósti af einhverri ástæðu saman harmavaldi og gæfusmiði þá hugsar gæfusmiðurinn sem svo: Eins og Platón lít ég svo á að illskárra sé að vera kúgaður en að kúga. Íslendingar orðuðu þetta fyrrum svofeldlega: Sá vægir sem vitið hefur meira.“

Nú er hins vegar tónninn annar, að mati Benedikts. „Núna segjum við: Freki karlinn ræður. Freki karlinn sem engu vill breyta og allt þykist vita. Hann segir: „Þó að allt stefni í óefni skulum við aldrei, aldrei víkja frá þeirri stefnu sem ég hef ákveðið að sé rétt.“

Hann telur lítinn vafa á því að myntstarf þar sem gengi krónunnar væri bundið við evru myndi leiða til þess að útflutningsatvinnugreinar okkar, til dæmis hugbúnaðargerð, tæknifyrirtæki, sjávarútvegur og ferðaþjónusta, stæðu miklu betur en raun ber vitni.

 Allir gleðjast þegar vel gengur

Benedikt sagði rauða þráðinn í málflutningi Viðreisnar vera almannahagsmunir framar sérhagsmunum. Þetta slagorð hefði oft reynt á, til að mynda í sjómannaverkfallinu þegar flokkurinn stóð gegn sérstökum skattaívilnunum til sjómanna.

„Við viljum líka hætta skattaívilnunum til ferðaþjónustunnar. Auðvitað er sanngjarnt að stærsta greinin sé í sama rekstrarumhverfi og aðrar greinar. Sanngirni er ekki einu rökin, því að breyting á virðisaukaskatti mun bæði gefa færi á að lækka almennt þrep skattsins, almenningi til hagsbóta, og hægja á vextinum á fjölda ferðamanna til landsins. Þessi hraði vöxtur veldur því að krónan hefur styrkst svo mjög að hún ógnar hag allra útflutningsgreina í landinu.“

Hann sagði samkeppnishæfni greina aldrei verða tryggða með mismunandi skattareglum, heldur með því að skapa heilbrigt rekstrarumhverfi. „Allir gleðjast yfir því þegar vel gengur í ferðaþjónustu. En ef Viðreisn vill vera sjálfri sér samkvæm berst hún gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna.“

mbl.is

Innlent »

Eldur í rafmagnskassa í Breiðholti

Í gær, 23:09 Fyrr í kvöld barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eldglæringar í rafmangskassa við Lambastekk í Breiðholti. Ekki var um mikinn eld að ræða en eftir að hann hafði verið slökktur tók Orkuveita Reykjavíkur við á vettvangi. Meira »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

Í gær, 21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

Í gær, 20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

Í gær, 18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

Í gær, 15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

Í gær, 14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

Í gær, 12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

Í gær, 13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

Í gær, 12:40 Mikill mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðárkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

Í gær, 12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

Í gær, 11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

Í gær, 10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

Í gær, 10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

Í gær, 09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

Í gær, 08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

Í gær, 09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

Í gær, 08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

Í gær, 07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Fríðu Dagmar 2817, ÍS103. Báturinn er 29,9 brt. vélarstærð 6...
Stálfelgur
Til sölu stálfelgur á Toyota Auris, Corolla 07- Avensis 09- ofl svartar með kopp...
Toyota Corolla 2004
Keyrður um 179 þúsund km. Vetrardekk á felgjum fylgja. 300 þúsund eða tilboð. s...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...