„Freki karlinn ræður“

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Golli

„Varnarlaus smáþjóð þarf traustan bandamann. Þegar Bandaríkin segja pass verðum við að efla tengslin við bræðraþjóðir í Evrópu. Það er ekki um aðra bandamenn að ræða.“ Þetta sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

Hann sagði blikur á lofti í alþjóðamálum og benti á að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefði boðað að Evrópulönd gætu ekki reitt sig lengur á Bandaríkin. „Íslendingar kynntust því árið 2008, að þegar við þurftum á hjálparhönd að halda þá ýttu Bandaríkjamenn okkur frá sér. Þeir líta greinilega svo á að ef á móti blæs eigi Íslendingar að leita til Evrópu. Evrópuþjóðirnar töldu aftur á móti að við værum ekki í þeirra liði.“

Benedikt sagði Íslendinga hafa borið til þess gæfu að hafna þeim öfgaöflum sem víða hefðu náð miklum styrk. Öfgaöflum sem vildu loka landamærum og hafna frjálsum viðskiptum. „Í heimi lýðskrumaranna þurfa frelsi, jafnrétti og bræðralag að víkja fyrir höftum, forréttindum og hatri. Á Íslandi er meiri jöfnuður en í nágrannalöndunum og heilbrigðiskerfi í fremstu röð í heiminum.“

 Bætt lífskjör með Costco

Hann sagði Íslendinga hafa síðustu daga verið rækilega minnta á gildi frjálsrar samkeppni og alþjóðavæðingar til að bæta lífskjör í landinu, en ætla má að hann hafi þar átt við opnun verslunar Costco í Garðabæ. „Samt sjáum við á hverjum degi fjölmarga berjast gegn tímans þunga nið, þeir ríghalda í allt sem gamalt er og formæla breytingum, þó að þær horfi til heilla.“

Benedikt sagði Íslendinga hafa verið heppna á árum áður þegar framsæknir foringjar í stjórnmálum voru menn sem þorðu að leiða þjóðina til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi með vinaþjóðum, samstarfi sem hefur orðið öllum til góðs. „Þar nægir að nefna aðildina að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en AGS leiddi okkur út úr hruninu og NATO sem hefur tryggt frið í Vestur-Evrópu allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Ekki má gleyma aukaaðildinni að Evrópusambandinu í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, en með henni höfum við bæði náð hagstæðum viðskiptum við 500 milljóna samfélag og þiggjum þaðan stóran hluta af okkar löggjöf.“

 Sá vægir sem vitið hefur meira

Benedikt sagði það stundum virðast náttúrulögmál að engu mætti breyta í samfélaginu og sagði litla smásögu sem vinur hans skrifaði: „Menn skiptast í tvennt: harmavalda og gæfusmiði. Harmavaldarnir eru ágengir, metnaðarfullir og stjórnsamir. Gæfusmiðirnir eru fjölbreytilegir og hógværir. Nánar þarf ekki að lýsa þeim. Ljósti af einhverri ástæðu saman harmavaldi og gæfusmiði þá hugsar gæfusmiðurinn sem svo: Eins og Platón lít ég svo á að illskárra sé að vera kúgaður en að kúga. Íslendingar orðuðu þetta fyrrum svofeldlega: Sá vægir sem vitið hefur meira.“

Nú er hins vegar tónninn annar, að mati Benedikts. „Núna segjum við: Freki karlinn ræður. Freki karlinn sem engu vill breyta og allt þykist vita. Hann segir: „Þó að allt stefni í óefni skulum við aldrei, aldrei víkja frá þeirri stefnu sem ég hef ákveðið að sé rétt.“

Hann telur lítinn vafa á því að myntstarf þar sem gengi krónunnar væri bundið við evru myndi leiða til þess að útflutningsatvinnugreinar okkar, til dæmis hugbúnaðargerð, tæknifyrirtæki, sjávarútvegur og ferðaþjónusta, stæðu miklu betur en raun ber vitni.

 Allir gleðjast þegar vel gengur

Benedikt sagði rauða þráðinn í málflutningi Viðreisnar vera almannahagsmunir framar sérhagsmunum. Þetta slagorð hefði oft reynt á, til að mynda í sjómannaverkfallinu þegar flokkurinn stóð gegn sérstökum skattaívilnunum til sjómanna.

„Við viljum líka hætta skattaívilnunum til ferðaþjónustunnar. Auðvitað er sanngjarnt að stærsta greinin sé í sama rekstrarumhverfi og aðrar greinar. Sanngirni er ekki einu rökin, því að breyting á virðisaukaskatti mun bæði gefa færi á að lækka almennt þrep skattsins, almenningi til hagsbóta, og hægja á vextinum á fjölda ferðamanna til landsins. Þessi hraði vöxtur veldur því að krónan hefur styrkst svo mjög að hún ógnar hag allra útflutningsgreina í landinu.“

Hann sagði samkeppnishæfni greina aldrei verða tryggða með mismunandi skattareglum, heldur með því að skapa heilbrigt rekstrarumhverfi. „Allir gleðjast yfir því þegar vel gengur í ferðaþjónustu. En ef Viðreisn vill vera sjálfri sér samkvæm berst hún gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna.“

mbl.is

Innlent »

Missti afl vegna rangs frágangs

11:48 Fisflugvél sem nauðlent var á túni við bóndabæ í Úlfarársdal í júní í fyrra og endaði á hvolfi missti afl vegna rangs frágangs á vélinni. Vængir vélarinnar höfðu verið teknir út daginn fyrir atvikið og festir í læstri stöðu en vegna rangs frágangs lokaðist fyrir flæði eldsneytis úr hægri vænggeymi. Meira »

Máttu hafna greiðslu kæranda

11:40 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð vegna stjórnsýslukæru varðandi úthlutun á greiðslumarki í mjólk í febrúar síðastliðnum. Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna greiðslu frá kæranda fyrir greiðslumark mjólkur var staðfest. Meira »

800 eiga mögulega rétt á endurgreiðslu

11:28 Vinnumálastofnun mun á næstu vikum setja sig í samband við um 800 einstaklinga sem kunna að eiga rétt til endurgreiðslu á atvinnuleysisbótum eftir dóm Hæstaréttar frá því í byrjun þessa mánaðar. Til viðbótar lengist bótatímabil hjá um 1.200 einstaklingum úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Sakar borgina um orðhengilshátt

11:18 Lögmaður fyrirtækisins AFA JCDecaux, sem á og rekur mikinn fjölda biðskýla á höfuðborgarsvæðinu, segir það ekki skipta máli hvernig fjárhagslegu sambandi við leigutaka sé háttað. WOW citybike auglýsingarnar á hjólastöðvunum fyrirtækisins séu mikil auglýsing fyrir WOW air óháð því hvort hjólaleigan sé auka búgrein flugfélagsins eða hrein viðbót við annað markaðsstarf félagsins. Meira »

Krefjast 44 milljóna í skaðabætur

10:55 Fjölskylda Shelagh D. Donovan, sem lést er hún varð fyrir hjólabát við Jökulsárlón árið 2015, krefur skipstjórann stýrði bátnum samtals um 44 milljónir króna í skaðabætur vegna slyssins. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem mbl.is hefur undir höndum. Meira »

Skemmdarverk unnin á Víðistaðakirkju

10:54 Skemmdarverk voru unnin á Víðistaðakirkju í nótt. Krotað var á alla vesturhlið kirkjunnar. „Þetta er alveg hellingur. Öll hliðin er útkrotuð,“ segir Karl Kristensen, kirkjuvörður. Málið hefur verið kært til lögreglu en ekki er enn vitað hver var að verki. Meira »

Skimun þjóðhagslega hagkvæm

09:50 Rannsóknir benda til þess að það geti verið þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir lungnakrabbameini hér á landi. Talið er að tæplega 10 þúsund einstaklingar kæmu til greina fyrir slíka skimun hér á landi en tækjabúnaður er til staðar. Meira »

Reiðhjólaslys og bílvelta á Vesturlandi

10:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegisbil í gær til að flytja slasaðan hjólreiðamann sem staðsettur var á sunnanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Drengurinn sem fékk unglinga til að lesa

09:30 Tuttugu ár eru í dag síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út hjá Bloomsbury-útgáfunni í London.  Meira »

„Þetta er ekki Miklabrautin“

09:09 „Í vor hjólaði þarna hjólreiðamaður á dreng sem er í leikskólanum. Í kjölfarið sendi ég póst á umhverfissvið borgarinnar og bað um að þetta yrði tekið mjög föstum tökum,“ segir Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, um slys sem átti sér stað á hjólreiðastíg í Öskjuhlíð. Meira »

Fremur tilkomulítið veður

07:15 Veður dagsins verður fremur tilkomulítið. Fremur hæg vestanátt þar sem sólar mun helst njóta við austanlands og ekki verður sérlega hlýtt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Kærðu útboð á aðstöðu flugrútu

06:59 Ríkiskaup tilkynntu á opnunarfundi tilboða í útboði Isavia á aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að opnun tilboða yrði frestað vegna kæru Félags hópferðaleyfishafa. Meira »

Dúxinn segir skipstjórann skipta máli

06:52 Atli Hafþórsson var með hæstu einkunn brautskráðra meistaranema við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands um helgina en hann útskrifaðist þar með meistarapróf í aðferðafræði. Aðaleinkunn hans var 9,25. Meira »

Þrír ökumenn í vímu

05:45 Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Meira »

Hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík

05:30 Marta Jonsson, skóhönnuður og athafnakona í London, hefur í hyggju að reisa hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík.  Meira »

Slökktu eld í klósetti

06:48 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í gámaklósetti við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði frá klósettinu enda gámurinn úr plasti. Meira »

Grænlandssöfnunin gengur vel

05:30 „Söfnin hefur staðið innan við viku og fór af stað án nokkurs undirbúnings. Við erum komin vel yfir 20 milljónir, sem er ótrúlegur árangur,“segir Hrafn Jökulsson, forsvarsmaður landsöfnunarinnar „Vinátta í verki“. Meira »

Sumarbækur sækja í sig veðrið

05:30 Útgáfa bóka á vorin og yfir sumartímann hefur aukist talsvert undanfarin ár. Bókaútgefendur hafa unnið markvisst að því að byggja upp sumarbókamarkaðinn og nú er svo komið að í ágústlok er um þriðjungur af bókaútgáfu ársins kominn út. Meira »

Wow Cyclothon

Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Ný kerra til sölu
Til sölu yfirbyggð kerra á fjöðrum. Stærð 120*200. Verð 530 þ. Upplýsingar í sím...
 
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...