Reyna að þokast áfram fyrir sumarfrí

Læknar að störfum á Landspítalanum.
Læknar að störfum á Landspítalanum. mbl.is/Golli

Læknafélag Íslands fundaði með samninganefnd ríkisins í gær vegna nýs kjarasamnings. Annar fundur er fyrirhugaður klukkan 15 á morgun í fjármálaráðuneytinu, þar sem fundirnir hafa farið fram hingað til.

Fundurinn á morgun verður sá tólfti í röðinni. 

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að styttra sé á milli funda en áður og skiptir þar máli að stutt er í sumarfrí sem gætu tafið viðræðurnar.

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.
Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands.

„Við erum að reyna að þoka þessu eitthvað áleiðis fyrir sumarfrí. Svo verður tíminn að leiða það í ljós hvernig þessu máli reiðir af,“ segir hann.

Síðasti kjarasamn­ing­ur félagsins var und­ir­ritaður í janú­ar 2015 eft­ir verk­fallsaðgerðir lækna. Hann rann út 30. apríl. 

Á tólfta hundrað lækna er í Lækna­fé­lagi Íslands. Þar af eru 100 skurðlækn­ar, en kjara­samn­ing­ur þeirra renn­ur út í ág­úst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert