Rútur og vörubílar eru ógn við hjólreiðafólk

mbl.is/Sigurður Bogi

Á síðustu árum hafa hjólreiðar aukist mjög á hér á landi. Fylgifiskur aukinna hjólreiða er hins vegar aukin tíðni hjólreiðaslysa.

60% þeirra sem keppa í hjólreiðum töldu rútur og vörubíla skapa mesta hættu á meðan á keppni stæði.

Þegar spurt var um slys kom í ljós að aðeins um 6% hjólreiðakeppenda höfðu lent í slysi á meðan keppni stóð. Þegar horft var til hjólreiða í dreifbýli almennt svöruðu 88% hjólreiðamanna því til að rútur og vörubílar sköpuðu mesta hættu.

Þá höfðu um 26% svarenda lent oftar en einu sinni í slysi við hjólreiðar í dreifbýli. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið Verkís vann og er ætlað að varpa ljósi á öryggi hjólareiðamanna á þjóðvegum landsins, sem og í hjólreiðakeppnum.

Sendur var spurningalisti til hjólreiðamanna og svöruðu 465 einstaklingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert