Mennirnir yfirheyrðir á morgun

Lögreglan á vettvangi í Mosfellsdal.
Lögreglan á vettvangi í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana fyrir tveimur vikum verða yfirheyrðir á morgun. Að yfirheyrslum loknum verður tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim.

Gæsluvarðhaldið rennur út á föstudaginn og telur Ævar Pálmi Pálmason lögreglufulltrúi líklegt að farið verði fram á áframhaldandi varðhald.

Mennirnir voru síðast yfirheyrðir á mánudaginn og hefur hvorugur þeirra játað sök.

mbl.is/Ófeigur

Að sögn Ævars Pálma er verið að vinna úr farsímagögnum og fleiru sem lagt var hald á, auk þess sem er verið er að undirbúa yfirheyrslurnar.

Fjórum manneskjum sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Arnari var sleppt úr haldi fyrir tæpri viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert