Fjárdráttarmáli frestað fram á haust

Óskað var eftir að málinu yrði frestað fram í september.
Óskað var eftir að málinu yrði frestað fram í september. mbl.is/Hjörtur

Máli konu, fyrrverandi starfsmanns á fjármálasviði Landsbankans, sem ákærð er fyrir tæplega 34 milljón króna fjárdrátt og peningaþvætti, var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kristín Ingileifsdóttir, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, segir í samtali við mbl.is að óskað hafi verið því að málinu yrði frestað fram í september og var það samþykkt. Konan tók ekki afstöðu til ákærunnar fyrir dómi í morgun og segir Kristín það ekki óeðlilegt.

Ákær­an a hendur konunni er í þrem­ur liðum, en í fyrsta lið er henni gefið að sök að hafa dregið að sér, og eig­in­manni sín­um, sem nú er lát­inn, tæp­lega 12 millj­ón­ir króna. Það gerði kon­an með því að milli­færa fjár­mun­ina í 30 færsl­um út af banka­reikn­ingi í eigu Lands­bank­ans yfir á banka­reikn­ing eig­in­manns­ins.

Með milli­færsl­un­um lét ákærða líta út fyr­ir að Lands­bank­inn og Reykja­vík­ur­borg væru að greiða kröf­ur eig­in­manns­ins, en um var að ræða til­hæfu­laus­ar kröf­ur sem ákærða stofnaði í fyr­ir­tækja­banka hans. Greiddi kon­an fjár­mun­ina út af banka­reikn­ingi Lands­bank­ans í gegn­um tölvu­kerfi bank­ans og ráðstafaði ávinn­ingn­um í eign þágu.

Hélt áfram eft­ir að eig­inmaður­inn lést

Í öðrum lið er kon­unni gefið að sök að hafa dregið að sér tæp­lega 22 millj­ón­ir króna með sömu aðferð. Fjár­mun­irn­ir voru milli­færðir í 28 færsl­um út af reikn­ingi Lands­bank­ans yfir á banka­reikn­ing eig­in­manns­ins, sem þá var lát­inn.

Í þriðja lið er kon­an ákærð fyr­ir pen­ingaþvætti með því að hafa lagt tæp­ar 34 millj­ón­ir króna inn á banka­reikn­ing eig­in­manns­ins hjá Lands­bank­an­um, en fjár­hæðin var ávinn­ing­ur af öðrum brot­um sem ákærðu eru gef­in að sök. Milli­færði hún svo fjár­mun­ina inn á ann­an banka­reikn­ing eig­in­manns­ins og jafn­framt sinn eig­in reikn­ing, þar sem hún geymdi ávinn­ing­inn þar til hún ráðstafaði hon­um til per­sónu­legra út­gjalda.

Brot­in áttu sér stað á tæp­lega þriggja ára tíma­bili, frá des­em­ber 2013 til sept­em­ber 2016.

Lands­bank­inn krefst þess að kon­unni verði gert að greiða alla upp­hæðina til baka auk vaxta. Þá ger­ir Héraðssak­sókn­ari kröfu um að tvær fast­eign­ir í eigu ákærðu verði gerðar upp­tæk­ar fyr­ir dómi. Málið verður þing­fest fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur á föstu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert