20 þúsund lofa ábyrgum ferðaháttum

Á rúmlega hálfum mánuði hafa 20 þúsund ferðamenn lofað að …
Á rúmlega hálfum mánuði hafa 20 þúsund ferðamenn lofað að ferðast með ábyrgum hætti á Íslandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meira en 20 þúsund erlendir ferðamenn frá um hundrað löndum lofa því að ferðast um Ísland með ábyrgum hætti. Um er að ræða herferð á vegum Inspired by Iceland sem kallast „The Icelandic Pledge“ sem miðar að því að hvetja ferðamenn til að ganga vel um náttúruna og huga að eigin öryggi á meðan á fríi þeirra stendur.

Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að Ísland sé fyrsta landið í heiminum sem hvetur ferðamenn til þess að taka ábyrgð á eigin ferðalagi með þessum hætti.

„Á vef Inspired by Iceland er hægt að undirrita loforð um að vera ábyrgur ferðamaður en í því felst; að taka tillit til náttúru Íslands og skilja við hana eins og komið er að henni, láta ekki náttúruna taka við þegar náttúran kallar, nota tjaldstæði þegar sofa á utandyra og ekki leggja líf og limi í hættu fyrir ævintýralega sjálfsmynd, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert