„Landspítalinn er á hnjánum“

Starfsfólki Landspítalans er þröngur stakkur skorinn.
Starfsfólki Landspítalans er þröngur stakkur skorinn. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Landspítalinn er búinn að vera á hnjánum í mörg ár,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur á lyflækningadeild. Hann segir starfsemina ganga vegna fólksins sem vinnur á spítalanum. 

Refsað fyrir að standa sig í vinnunni

„Ef þú verður veik þá er 80% af því að ná heilsu aftur fólkið sem sinnir þér,“ segir Ragnar í samtali við mbl.is. „Það er, sem betur fer, enn þá fólk hér í vinnu og þetta gengur upp því við erum með úrvals sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, lyfjafræðinga, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna, sérfræðinga og rannsóknardeildir,“ segir Ragnar og bætir við að það breyti því ekki að starfsfólki Landspítalans sé verulega þröngur stakkur skorinn með tilliti til pláss.

„Okkur virðist vera refsað fyrir að standa okkur vel í vinnunni, því á meðan við gerum það virðist fólk líta undan,“ segir Ragnar. Hann segir erfitt fyrir starfsfólk að fá þau skilaboð utan spítalans að það fái ekki meiri stuðning til þess að bregðast við vandamálum.

Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur á lyflækningadeild Landspítalans.
Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur á lyflækningadeild Landspítalans. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hrópa á úrbætur 

Ragnar segir Íslendingum tamt að hugsa um eina stóra lausn á vandamálum, en slíkt dugi ekki í tilfelli Landspítalans. „Við verðum að vera með margar góðar lausnir, við getum ekki boðið upp á sömu þjónustu fyrir alla. Við erum að troða fólki inn í eitthvert box sem við bjuggum til. Við verðum að búa til kerfi sem gerir sem flestum kleift að fá góða og örrugga þjónustu miðað við það sem þeir þarfnast á þeim tíma,“ segir Ragnar.

Ragnar segir hóp eldra fólks sem þarfnast aukinnar þjónustu vera ört vaxandi og brýnt sé að bregðast við fljótt. „Við verðum að hlusta á öldrunarlæknana okkar sem eru búin að hrópa alveg endalaust á að það vanti úrbætur í öldrunarþjónustu,“ segir Ragnar og bætir við að hann taki heilshugar undir ábendingar þeirra.

Ragnar segir heimahjúkrun sennilega vera þjóðhagslega hagkvæmustu lausn sem við höfum. „Bæði líður fólki vel að vera heima hjá sér og þau vilja vera heima hjá sér. Einnig er sú aðgerð langsamlega ódýrust,“ segir Ragnar og bætir við að þó þurfi auðvitað einnig fleiri hjúkrunarheimili. „Við þurfum mörg úrræði til þess að takast á við fjölbreytt vandamál,“ segir Ragnar að lokum.

Starfsemi Landspítalans gengur vegna starfsfólksins.
Starfsemi Landspítalans gengur vegna starfsfólksins. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Yfirheyrð áfram í tengslum við vændi

09:11 Ákveðið verður þegar líður á morguninn hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að við Svínafell í Öræfum sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

„Maður fæðist og lifir með fuglunum“

08:18 „Ég fæddist í Einarshúsi í Flatey á Breiðafirði. Ég man nú varla eftir mér fyrr en ég verð níu ára. Húsbóndinn á heimilinu sagði þá: „Þú verður tíu ára í haust og þarft að gegna öllu fullorðnu fólki, því þú þarft að vinna fyrir mat þínum, hreppurinn borgar ekki meir.““ Meira »

Grensásvegur 12 skoðaður enn frekar

07:52 Byggingarvinnustaðurinn við Grensásveg 12 er til skoðunar hjá Samiðn, sambandi iðnfélaga, vegna gruns um að brotið hafi verið á starfsmönnum hvað launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi varðar. Um er að ræða erlenda starfsmenn. Meira »

Rýming Háaleitisskóla í skoðun

07:57 Reykjavíkurborg skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að fara í rýmingaraðgerðir í Háaleitisskóla (áður Álftamýrarskóli) vegna ástands skólabyggingarinnar. Meira »

Bágbornir hemlar ollu banaslysinu

07:37 Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi í Mýrdalnum 20. júní 2016 er rakið til þess að hemlar festivagns voru í afar bágbornu ástandi. Meira »

Þrenn verðlaun á Stevie Awards

07:30 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards-verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York um síðustu helgi. Meira »

Þarf mögulega að endurskoða ferðaáætlun félagsins

07:30 Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, ræddi gönguleiðirnar um Öræfajökul á K100.   Meira »

Spá éljagangi og vindstrengjum

07:06 Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað og fylgjast vel með veðurspám, en áfram geisar á landinu og vindhraðinn þennan morguninn verður allhvass. Meira »

Líkamsárás við Melgerði

06:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás við Melgerði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ráðist hafði verið á mann á sjötugsaldri er hann kom að mönnum inni á heimili sínu. Meira »

„Verra en við héldum“

05:30 „Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“ Meira »

Greiðslur úr sjúkrasjóðum vaxa mikið

05:30 Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.   Meira »

Gleymdi tönnunum á veitingastaðnum

06:12 Veitingahús við Austurstræti í miðborginni óskaði eftir aðstoð lögreglu um hálfsjöleytið í gærkvöldi þar sem að ölvaður viðskiptavinur hafði skilið gervitennur sínar eftir á borði veitingastaðarins er hann yfirgaf staðinn. Meira »

Ásókn í Vatnsmýrina

05:30 Félag tengt Róberti Wessman hefur selt hluta af svonefndum E-reit á Hlíðarenda í Reykjavík til leigufélagsins Heimavalla. Samkvæmt tillögu að skipulagi verður heimilt að reisa allt að 178 íbúðir á reitnum. Meira »

Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

05:30 Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
 
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...