Neyðarlúgan lokuð í allan dag

Sýni tekin í fjörunni við Faxaskjól.
Sýni tekin í fjörunni við Faxaskjól. mbl.is/Kristinn Magnússon

Neyðarlúgan við skólpstöðina í Faxaskjóli, þar sem mikið magn óhreinsaðs skólps flæddi út í sjó, er niðri og verður lokuð í allan dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni og verið að setja upp bráðabirgðabúnað. Á meðan er lúgan lokuð. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur var gert kunnugt um bilunina 19. júní en síðan hafa viðgerðir ekki alfarið gengið samkvæmt áætlun.

„Neyðarlúgan verður ekki tekin upp í dag og við erum bara að ráða ráðum okkar um framhaldið,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, í samtali við mbl.is. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tekur sýni úr sjó á svæðinu og fylgist með hvort hætta sé á mengun.

Stjórn OR greint frá biluninni

Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fór 19. júní var stjórn gert kunnugt um bilunina. „Það var lagt fram minnisblað um umhverfismál til stjórnarinnar þar sem greint var frá því að það væri bilun í Faxaskjóli þarna um miðjan júní,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Minnisblaðið var dagsett 15. júní en samkvæmt því stóð til að verkinu lyki föstudaginn  16. júní sem ekki hafði gengið eftir.

„Það þurfti að fara í sérsmíði á búnaði við lokuna og hún var tilbúin til niðursetningar aftur mánudaginn 19. en af því að það stóð ekki nógu vel á sjávarföllum var beðið með það til þriðjudagsins 20. júní, þá fór hún niður,“ segir Hólmfríður.

Þegar neyðarlúgan var sett niður að viðgerðum loknum kom í ljós að sjór streymdi enn inn í stöðina. Liðu þá nokkrir dagar en 26. júní var hafist handa við að stilla lúguna og í framhaldi voru gerðar prófanir á virkni hennar. Kom þá í ljós að lúgan virkaði ekki sem skyldi og þurfti því að taka hana margsinnis upp til að framkvæma á henni stillingar. Á þeim tíma hefur ýmislegt verið reynt til að fá lúguna til að virka sem skyldi en ekki tekist að því er greint var frá á vef Veita fyrir helgi.

Undrast vinnubrögð borgarstjóra

Í samtali við mbl.is í gær sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, að Kjartan Magnússon, sem á sæti í stjórn OR, hefði verið eini borgarfulltrúinn sem hefði vitað um málið. Þessu vísaði Kjartan á bug í samtali við mbl.is í gær og kvaðst hafa fyrst heyrt um málið í fjölmiðlum eins og aðrir.

Áréttar Kjartan í samtali við mbl.is í dag að hann hafi vitað um fyrri bilunina, miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir um málið á stjórnarfundinum 19. júní, en hann hafi ekki vitað af seinni biluninni sem kom í ljós 26. Í raun sé um að ræða tvö mál.

Undrast Kjartan því ummæli borgarstjórans og segir hann fara undan flæmingi en hafi í fyrstu forðast að ræða málið við fjölmiðla. „Mér finnst ómerkilegt af borgarstjóra að gera þetta svona. Að vera fyrst á flótta undan fjölmiðlum og reyna síðan að klína þessu á borgarfulltrúa minnihlutans,“ segir Kjartan. 

„Þá eru hans fyrstu viðbrögð að reyna að bjarga eigin skinni og hálfpartinn að gefa í skyn að ég hafi leynt upplýsingum. Auðvitað getur það komið fyrir að hann eins og aðra að hann sé ekki nægilega upplýstur en hann er náttúrlega æðsti embættismaður borgarinnar og skipar þrjá stjórnarmenn sjálfur, þar á meðal stjórnarformanninn, og hann er væntanlega í einhverju sambandi við þá,“ segir Kjartan. 

Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli.
Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hallmundur Kristinsson: Shit

Innlent »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...