Neyðarlúgan lokuð í allan dag

Sýni tekin í fjörunni við Faxaskjól.
Sýni tekin í fjörunni við Faxaskjól. mbl.is/Kristinn Magnússon

Neyðarlúgan við skólpstöðina í Faxaskjóli, þar sem mikið magn óhreinsaðs skólps flæddi út í sjó, er niðri og verður lokuð í allan dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni og verið að setja upp bráðabirgðabúnað. Á meðan er lúgan lokuð. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur var gert kunnugt um bilunina 19. júní en síðan hafa viðgerðir ekki alfarið gengið samkvæmt áætlun.

„Neyðarlúgan verður ekki tekin upp í dag og við erum bara að ráða ráðum okkar um framhaldið,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, í samtali við mbl.is. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tekur sýni úr sjó á svæðinu og fylgist með hvort hætta sé á mengun.

Stjórn OR greint frá biluninni

Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fór 19. júní var stjórn gert kunnugt um bilunina. „Það var lagt fram minnisblað um umhverfismál til stjórnarinnar þar sem greint var frá því að það væri bilun í Faxaskjóli þarna um miðjan júní,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Minnisblaðið var dagsett 15. júní en samkvæmt því stóð til að verkinu lyki föstudaginn  16. júní sem ekki hafði gengið eftir.

„Það þurfti að fara í sérsmíði á búnaði við lokuna og hún var tilbúin til niðursetningar aftur mánudaginn 19. en af því að það stóð ekki nógu vel á sjávarföllum var beðið með það til þriðjudagsins 20. júní, þá fór hún niður,“ segir Hólmfríður.

Þegar neyðarlúgan var sett niður að viðgerðum loknum kom í ljós að sjór streymdi enn inn í stöðina. Liðu þá nokkrir dagar en 26. júní var hafist handa við að stilla lúguna og í framhaldi voru gerðar prófanir á virkni hennar. Kom þá í ljós að lúgan virkaði ekki sem skyldi og þurfti því að taka hana margsinnis upp til að framkvæma á henni stillingar. Á þeim tíma hefur ýmislegt verið reynt til að fá lúguna til að virka sem skyldi en ekki tekist að því er greint var frá á vef Veita fyrir helgi.

Undrast vinnubrögð borgarstjóra

Í samtali við mbl.is í gær sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, að Kjartan Magnússon, sem á sæti í stjórn OR, hefði verið eini borgarfulltrúinn sem hefði vitað um málið. Þessu vísaði Kjartan á bug í samtali við mbl.is í gær og kvaðst hafa fyrst heyrt um málið í fjölmiðlum eins og aðrir.

Frétt mbl.is: Dagur: „Nauðsynlegt að segja frá“

Áréttar Kjartan í samtali við mbl.is í dag að hann hafi vitað um fyrri bilunina, miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir um málið á stjórnarfundinum 19. júní, en hann hafi ekki vitað af seinni biluninni sem kom í ljós 26. Í raun sé um að ræða tvö mál.

Undrast Kjartan því ummæli borgarstjórans og segir hann fara undan flæmingi en hafi í fyrstu forðast að ræða málið við fjölmiðla. „Mér finnst ómerkilegt af borgarstjóra að gera þetta svona. Að vera fyrst á flótta undan fjölmiðlum og reyna síðan að klína þessu á borgarfulltrúa minnihlutans,“ segir Kjartan. 

„Þá eru hans fyrstu viðbrögð að reyna að bjarga eigin skinni og hálfpartinn að gefa í skyn að ég hafi leynt upplýsingum. Auðvitað getur það komið fyrir að hann eins og aðra að hann sé ekki nægilega upplýstur en hann er náttúrlega æðsti embættismaður borgarinnar og skipar þrjá stjórnarmenn sjálfur, þar á meðal stjórnarformanninn, og hann er væntanlega í einhverju sambandi við þá,“ segir Kjartan. 

Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli.
Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hallmundur Kristinsson: Shit

Innlent »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »

Akranes má ekki sigla á Þjóðhátíð

Í gær, 19:51 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Meira »

27,7 stig – hitamet sumarsins slegið

Í gær, 19:15 Hitamet sumarsins féll í dag, þegar 27,7 gráður mældust á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hiti hefur ekki mælst jafnhár frá því árið 2012, þegar hann mældist 28 gráður. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt, segir veður verða áfram með svipuðu móti á morgun en svo fari það kólnandi. Meira »

Segja dauðann bíða sín í heimalandinu

Í gær, 19:00 „Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi,“ segir Sunday Iserien, nígerískur hælisleitandi sem hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur í eitt og hálft ár, en verður á næstunni vísað úr landi. Meira »

Kökur gleðja og kalla fram bros

Í gær, 18:47 Karen Kjartansdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt, vinnur á næturvöktum á Landakoti og á frí aðra hverja viku. Þá situr hún ekki auðum höndum heldur bakar kökur, sem hún skreytir af hjartans lyst og gefur stundum samstarfsfólki sínu að smakka. Meira »

Stærsta sumar í komu skemmtiferðaskipa

Í gær, 17:55 Tæplega sex þúsund manns komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í dag. Er þetta mesti fjöldi gesta í sumar til þessa og stærsta sumarið í komu skemmtiferðaskipa. Í fyrra komu tæplega 99 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum, en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund. Meira »

Vinna hörðum höndum að því að laga hallann

Í gær, 17:32 „Við erum, stjórnin og starfsfólkið, að vinna að því að rétta af hallann,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Neytendasamtökin settu tilkynningu á vef sinn í gær þar sem fram kemur að starfsemi samtakanna muni halda áfram með óbreyttu sniði. Meira »

Miklar umferðatafir á Suðurlandsvegi

Í gær, 18:15 „Þetta getur ekki annað en farið í vitleysu,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi um miklar umferðatafirnar sem nú eru á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið hafi verið kvartað undan þungri umferð. Meira »

Malbikað á Keflavíkurflugvelli (myndir) myndasyrpa

Í gær, 17:45 Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að malbika báðar flugbrautirnar, leggja nýjar flýtireinar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum fyrir ljós sem nota mun minni orku. Meira »

Skrautleg smáfluga uppgötvuð í Surtsey

Í gær, 17:18 Í leiðangri sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar fönguðu skordýrafræðingar skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Einnig hefur grávíðir bæst á flórulista eyjarinnar. Meira »
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...