Neyðarlúgan lokuð í allan dag

Sýni tekin í fjörunni við Faxaskjól.
Sýni tekin í fjörunni við Faxaskjól. mbl.is/Kristinn Magnússon

Neyðarlúgan við skólpstöðina í Faxaskjóli, þar sem mikið magn óhreinsaðs skólps flæddi út í sjó, er niðri og verður lokuð í allan dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni og verið að setja upp bráðabirgðabúnað. Á meðan er lúgan lokuð. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur var gert kunnugt um bilunina 19. júní en síðan hafa viðgerðir ekki alfarið gengið samkvæmt áætlun.

„Neyðarlúgan verður ekki tekin upp í dag og við erum bara að ráða ráðum okkar um framhaldið,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, í samtali við mbl.is. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tekur sýni úr sjó á svæðinu og fylgist með hvort hætta sé á mengun.

Stjórn OR greint frá biluninni

Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fór 19. júní var stjórn gert kunnugt um bilunina. „Það var lagt fram minnisblað um umhverfismál til stjórnarinnar þar sem greint var frá því að það væri bilun í Faxaskjóli þarna um miðjan júní,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Minnisblaðið var dagsett 15. júní en samkvæmt því stóð til að verkinu lyki föstudaginn  16. júní sem ekki hafði gengið eftir.

„Það þurfti að fara í sérsmíði á búnaði við lokuna og hún var tilbúin til niðursetningar aftur mánudaginn 19. en af því að það stóð ekki nógu vel á sjávarföllum var beðið með það til þriðjudagsins 20. júní, þá fór hún niður,“ segir Hólmfríður.

Þegar neyðarlúgan var sett niður að viðgerðum loknum kom í ljós að sjór streymdi enn inn í stöðina. Liðu þá nokkrir dagar en 26. júní var hafist handa við að stilla lúguna og í framhaldi voru gerðar prófanir á virkni hennar. Kom þá í ljós að lúgan virkaði ekki sem skyldi og þurfti því að taka hana margsinnis upp til að framkvæma á henni stillingar. Á þeim tíma hefur ýmislegt verið reynt til að fá lúguna til að virka sem skyldi en ekki tekist að því er greint var frá á vef Veita fyrir helgi.

Undrast vinnubrögð borgarstjóra

Í samtali við mbl.is í gær sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, að Kjartan Magnússon, sem á sæti í stjórn OR, hefði verið eini borgarfulltrúinn sem hefði vitað um málið. Þessu vísaði Kjartan á bug í samtali við mbl.is í gær og kvaðst hafa fyrst heyrt um málið í fjölmiðlum eins og aðrir.

Frétt mbl.is: Dagur: „Nauðsynlegt að segja frá“

Áréttar Kjartan í samtali við mbl.is í dag að hann hafi vitað um fyrri bilunina, miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir um málið á stjórnarfundinum 19. júní, en hann hafi ekki vitað af seinni biluninni sem kom í ljós 26. Í raun sé um að ræða tvö mál.

Undrast Kjartan því ummæli borgarstjórans og segir hann fara undan flæmingi en hafi í fyrstu forðast að ræða málið við fjölmiðla. „Mér finnst ómerkilegt af borgarstjóra að gera þetta svona. Að vera fyrst á flótta undan fjölmiðlum og reyna síðan að klína þessu á borgarfulltrúa minnihlutans,“ segir Kjartan. 

„Þá eru hans fyrstu viðbrögð að reyna að bjarga eigin skinni og hálfpartinn að gefa í skyn að ég hafi leynt upplýsingum. Auðvitað getur það komið fyrir að hann eins og aðra að hann sé ekki nægilega upplýstur en hann er náttúrlega æðsti embættismaður borgarinnar og skipar þrjá stjórnarmenn sjálfur, þar á meðal stjórnarformanninn, og hann er væntanlega í einhverju sambandi við þá,“ segir Kjartan. 

Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli.
Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hallmundur Kristinsson: Shit

Innlent »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Ný höfn í Nuuk

05:30 Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við byggingu nýrrar stórskipahafnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er rösklega 11 milljarðar íslenskra króna. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »

Á fullt erindi til Strassborgar

05:30 „Niðurstaðan í þessu er þannig að mér sýnist að þetta mál eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Hjólreiðaslysum fjölgað verulega

05:30 Hjólreiðafólki hefur fjölgað mikið á síðustu árum og hefur hjólreiðaslysum fjölgað hægt og bítandi á sama tíma. Í fyrra voru samtals skráð 137 hjólreiðaslys á Íslandi þar sem slys urðu á fólki. Meira »

Fjórtán alvarleg atvik á spítalanum

05:30 Fjöldi skráðra alvarlegra atvika á Landspítalanum er orðinn fjórtán það sem af er þessu ári, samkvæmt nýútkomnum Starfsemisupplýsingum spítalans sem ná frá byrjun janúar til loka ágúst. Meira »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...