Dagur ekki ábyrgur fyrir skólpleka

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkruborgar.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkruborgar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Borgarstjóri Reykjavíkur er ekki ábyrgur fyrir þeim skólpleka sem var vegna bilunar í skólpdælistöðinni við Faxaskjól, en vegna hans var miklu magni skólps veitt í sjóinn án hreinsunar. Þetta kemur fram í svari borgarlögmanns við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem kynnt var í borgarráði nýlega.

Segir í svari borgarlögmanns að ábyrgð borgarstjóra á ábyrgð veitufyrirtækja í eigu borgarinnar og heilbrigðisnefnd geti einungis verið pólitísk sem oddviti meirihlutans í Reykjavík, en að hann beri ekki ábyrgð á ákvörðunum, athöfnum eða athafnaleysi sem rekja má til Orkuveitu Reykjavíkur, Veitna ohf. eða heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

Í fyrirspurninni er bent á að borgarstjóri sé æðsti embættismaður borgarinnar og ein af stjórnsýslustofnunum borgarinnar sé heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Þá komi fram í eigendastefnu OR að leitast sé við að skýra hlutverk og ábyrgð eigendanna og tryggja þátttöku þeirra í ákvörðun um mikilvæg málefni og stefnu. OR er móðurfélag Veitna, en það félag rekur skólphreinsistöðina.

Vegna bilunar í neyðarlúgu í fráveitukerfinu fór skólp út í ...
Vegna bilunar í neyðarlúgu í fráveitukerfinu fór skólp út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík. mbl.is/Golli

Í svarinu er vísað til þess að Orkuveitan sé sameignarfyrirtæki og sjálfstæður lögaðili. Borgarstjóri sitji ekki í stjórn Orkuveitunnar né gegni yfirmannsstöðu innan fyrirtækisins. „Ákvarðanir, athafnir eða athafnaleysi fyrirtækisins er því á ábyrgð sjálfstæðra stjórna og stjórnenda fyrirtækisins en ekki æðstu embættismanna sveitarstjórna eigenda Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir í svarinu.

Aðeins sérstaklega stórar ákvarðanir eða stefnumarkandi eigi að fara beint á borð eiganda. „Samkvæmt 8. gr. eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur þurfa aðeins óvenjulegar og stefnumarkandi ákvarðanir, nýjar skuldbindingar fyrirtækisins sem fara yfir 5% af bókfærðu eigin fé þess og áform um virkjanir eða aðra nýtingu auðlinda, að hljóta samþykki eigenda. Af eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur verður því ekki leidd ábyrgð borgarstjóra á tjóni sem bilun í skólpdælistöðinni við Faxaskjól kann að hafa valdið eða hugsanlegri vanrækslu fyrirtækisins í tengslum við það.“

Svipaða sögu sé að segja um ábyrgð hans vegna dótturfélagsins Veitna, en þar séu ákvarðanir, athafnir eða athafnaleysi á ábyrgð sjálfstæðra stjórna og stjórnenda fyrirtækisins.

Vegna viðgerðanna þurfti að opna neyðarlúgur í dælustöðvum bæði við ...
Vegna viðgerðanna þurfti að opna neyðarlúgur í dælustöðvum bæði við Skeljanes og Faxaskjól og óhreinsuðu skólpi hleypt í sjóinn. Mynd/Veitur

Í fyrirspurninni er einnig spurt um ábyrgð borgarstjóra á heilbrigðisnefndinni. Í svari borgarlögmanns segir að nefndin sé á ábyrgð borgarstjórnar en ekki borgarstjóra. Þá er tiltekið að heilbrigðisfulltrúar séu ráðnir af heilbrigðisnefndum og starfa í umboði nefndanna. „Heilbrigðisfulltrúar eru sjálfstæðir í starfi og bera einvörðungu ábyrgð gagnvart viðkomandi heilbrigðisnefnd. Borgarstjóri og aðrir stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa því ekki boðvald yfir heilbrigðisfulltrúum þegar kemur að faglegu starfi þeirra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Hafnar tillögum jólagjafaráðs

09:15 Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. Meira »

Löggutíst á laugardag

08:58 Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst” fer fram á laugardaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá þremur lögregluembættum. Meira »

Snjókoma á Hellisheiði

08:55 Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði. Meira »

Hægir á sigi í katlinum

08:35 Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvarinnar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Meira »

Mikil lækkun á verði notaðra bíla

08:18 Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

08:25 Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...