Alls 111 með gistileyfi á Suðurnesjum

Ásbrú. Vísbendingar eru um að Suðurnes séu að festa sig …
Ásbrú. Vísbendingar eru um að Suðurnes séu að festa sig í sessi sem fyrsti og síðasti áfangastaður ferðamanna. Ljósmynd/Keilir/Birt með leyfi

Alls voru seldar rúmlega 103 þúsund gistinætur á Suðurnesjum fyrstu fimm mánuði ársins og er það 67% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Þær upplýsingar fengust frá Sýslumanninum á Suðurnesjum að samtals séu í gildi 111 gistileyfi á svæðinu. Þar af séu 7 á Ásbrú.

Hjörvar Pétursson, sérfræðingur hjá Hagstofunni, segir tölur um fjölda gistinátta í einstökum mánuðum sóttar til valinna gististaða. Í maí í fyrra skráði Hagstofan 31 gististað á Suðurnesjum, en gistileyfin eru nú hins vegar tæplega þrefalt fleiri, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert