Læknar vakandi fyrir saurmengun

Skólpdælustöðin við Faxaskjól.
Skólpdælustöðin við Faxaskjól. mbl.is/Golli

Margvísleg sýkingarhætta er af völdum saurmengunar. Hættan ræðst aftur á móti af því hvaða sýklar, s.s. bakteríur, veirur og sníkjudýr, eru í megnuninni og í hversu miklu magni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landlæknir birti á vef sínum í dag.

Saurmengaður sjór getur þannig valdið sýkingu í húð og almennum veikindum, sérstaklega meltingarfæraeinkennum ef hann nær að menga matvæli og drykkjarvatn. 

Ekki búið að tilkynna um veikindi af völdum saurmengunarinnar

Sóttvarnalæknir hefur upplýst lækna á höfuðborgarsvæðinu um sýkingarhættuna og beðið þá um að tilkynna veikindi sem rekja má til mengunarinnar. Á vef Landlæknis er þó tekið fram að engin slík veikindi hafi borist til sóttvarnalæknis. 

Sóttvarnalæknir hvetur almenning til að vera á varðbergi gagnvart mengun í sjó og við strendur. Fari mengun fram úr viðmiðunarmörkum ætti ekki að stunda sjóböð að óþörfu. Gæta þarf að því að hlutir í fjörum geta einnig verið mengaðir og því þarf að handfjatla þá með varúð,“ segir á vef Landlæknis.

Tilkynningin á vef Landlæknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert