Saxast hægt á biðlistana

Tekist hefur að stytta þá biðlista sem hafa verið lengstir.
Tekist hefur að stytta þá biðlista sem hafa verið lengstir. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

68% þeirra sem bíða eftir skurðaðgerð á augasteini hafa beðið lengur en í þrjá mánuði, 70% þeirra sem bíða eftir liðskiptum á mjöðm hafa beðið lengur en í þrjá mánuði og 100% þeirra sem bíða eftir æðahnútaaðgerðum hafa beðið lengur en í þrjá mánuði.

Þetta kemur fram í töluyfirliti Embættis landlæknis um biðlista eftir völdum skurðaðgerðum fyrir júní 2017, að því er fram kemur  í Morgunblaðinu í dag.

Viðmiðunarmörk embættisins um ásættanlegan biðtíma eftir aðgerð eru þrír mánuðir og í fyrravor var ákveðið að verja um 1,7 milljörðum króna fram til ársins 2018 til að stytta bið sjúklinga eftir aðgerðum, þar af 840 milljónum af fjárlögum þessa árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert