10,5 tonn flutt inn daglega

Innflutningur á brauði og kökum eykst frá ári til árs.
Innflutningur á brauði og kökum eykst frá ári til árs.

Innflutningur á brauði, brauðdeigi, kökum og konditorstykkjum eykst frá ári til árs. Fyrir nokkrum árum voru um 6 tonn flutt daglega inn af þessum vörum.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands var daglegur innflutningur fyrstu fimm mánuði þessa árs um 10,5 tonn, eða 1.580 tonn á þessum fimm mánuðum. Innflutningurinn árið 2016 var tæp 3.000 tonn, sem jafngilti 8 tonna daglegum innflutningi og árið 2015 var hann tæplega 2.700 tonn sem jafngilti 7,3 tonna daglegum innflutningi.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins er ýmist um innflutning á frystum hálfbökuðum kökum, konditorstykkjum og brauði að ræða, eða frosið brauðdeig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert