Breytt landslag á póstmarkaði?

Alþjónustan stendur að fullu undir sér í nokkrum Evrópulöndum, s.s. ...
Alþjónustan stendur að fullu undir sér í nokkrum Evrópulöndum, s.s. Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi. Sums staðar er kostnaði vegna þjónustunnar dreift á póstrekendur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum talað fyrir því í tæp 15 ár, stjórnendur hér hjá Póstinum, að það þjónaði ekki hagsmunum Íslandspósts að viðhalda þessum einkarétti. Þannig að við fögnum því að það sé komið að því að afnema hann.“ Þetta segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts ohf., um frumvarp til nýrra póstlaga, sem lagt verður fram í haust.

Frétt mbl.is: Samkeppni á póstmarkaði

Umræddur einkaréttur nær til bréfa undir 50 grömmum, til útgáfu frímerkja og uppsetningar póstkassa. Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður aðgengi notenda að alþjónustu tryggt áfram, annaðhvort með því að bjóða þjónustuna út eða útnefna alþjónustuveitanda.

„Það er stór hluti af alþjónustunni sem stendur ágætlega undir sér; þetta er fyrst og fremst spurning um þann hluta þjónustunnar sem stendur ekki undir sér. Og það er á svokölluðum „óvirkum markaðssvæðum“ þar sem enginn hefur áhuga á að sinna þjónustunni,“ segir Ingimundur.

Í athugasemdum með frumvarpsdrögunum segir að ómögulegt sé að segja til um kostnað af alþjónustunni í framtíðinni en ef skyldurnar innan þjónustunnar verði svipaðar og nú geri Póst- og fjarskiptastofnun ráð fyrir að hann gæti numið 200-400 milljónum króna á ári.

Íslandspóstur segir kostnaðinn hins vegar um 1 milljarð, þar sem alþjónustubyrðin í þéttbýli nemi 561 milljón króna.

Ingimundur segir útgjöldin vegna dreifingar á dreifbýlum svæðum hafa verið sótt í verðlagningu einkaréttarbréfanna, þ.e. póstsendinga undir 50 grömmum.

Hvað varðar mögulegar lagabreytingar segir Ingimundur að Pósturinn hafi lagt ...
Hvað varðar mögulegar lagabreytingar segir Ingimundur að Pósturinn hafi lagt á það áherslu að póstþjónustan yrði opnuð og dregið úr eftirlitsþættinum, sem hafi verið mjög íþyngjandi fyrir reksturinn.

„Verðlagning einkaréttarbréfanna hefur staðið undir kostnaðinum við dreifingu á óvirkum markaðssvæðum, þar sem tekjurnar hafa ekki verið nægar þar. Og ef einkarétturinn fellur niður og Pósturinn er að keppa á samkeppnismarkaði um dreifingu bréfa, þá mun verðlagning bréfanna á virkum markaðssvæðum ráðast af tilkostnaði við dreifingu þar. Þá er hægt að lækka burðargjöldin í þéttbýlinu verulega en þá stendur eftir hvernig á að greiða á öðrum svæðum þar sem enginn vill sinna alþjónustunni. Það er atriði sem þingið verður væntanlega að horfa til og svara,“ segir forstjórinn. 

Í frumvarpsdrögunum er gengið út frá því að ríkið muni greiða fyrir þá þjónustu sem talin er nauðsynleg og ekki hægt að veita á markaðsforsendum. Ingimundur tekur undir að í raun yrði þá um að ræða tilfærslu þannig að póstburðargjöld í þéttbýli myndu lækka en þess í stað þyrftu skattgreiðendur að greiða fyrir þjónustuna í dreifbýlinu úr ríkissjóði, þ.e. til þess fyrirtækis sem sinnti þjónustunni.

Getur Pósturinn starfað á samkeppnismarkaði?

Hvað varðar áhrif nýrra laga á rekstur Íslandspósts og starfsmannafjölda, segir Ingimundur framhaldið velta á skiptingu markaðarins.

„Á Norðurlöndunum er bréfadreifingin að langstærstum hluta í höndum póstfyrirtækjanna, þó að það séu mörg ár frá því að einkarétturinn var afnuminn þar. Þannig að ef það yrði reyndin hér þá þyrfti ekki að koma til mikilla breytinga. En maður veit svo sem ekkert hvernig markaðurinn mun þróast, þannig að það fylgir þessu ákveðin óvissa.“

En hefur komið til tals að leggja þetta alfarið í hendur einkaaðila og leggja hið opinbera hlutafélag Íslandspóst niður?

„Ekki hefur það borist í mín eyru,“ segir Ingimundur. „En væntalega hafa menn horft til þess á sínum tíma, þegar Pósti og síma var breytt úr stofnun í hlutafélög; að menn ætluðu að láta Póstinn, á sama hátt og Símann, starfa bara á virkum markaði. Þá er náttúrulega lykilspurningin sú hvort það sé eitthvað vit í því að ríkið sé að eiga flutningafyrirtæki eins og Póstinn. Því verður hver að svara fyrir sig. Þá er stóra spurningin hvort ríkið vilji ekki bara selja hlutinn sinn og þá er möguleiki að sameina Póstinn öðrum eða bara reka hann á sömu forsendum í prívateigu.“

Ljóst er að Pósturinn er í yfirburðastöðu hvað varðar dreifingu ...
Ljóst er að Pósturinn er í yfirburðastöðu hvað varðar dreifingu bréfa. mbl.is/Árni Sæberg

En er það sanngjarnt? Er hægt að opna markaðinn og segjast ætla að koma á samkeppni þegar Pósturinn er í mikilli yfirburðastöðu með þetta dreifikerfi og þessa starfsemi?

 „Það er bara matsatriði,“ svarar Ingimundur. „Það eru ýmsir aðrir hér á sambærilegum markaði og Pósturinn með ágætismarkaðshlutdeild, til dæmis í pökkum. Við erum ekki með yfirgnæfandi markaðshlutdeild þar. Og í raun hefur Pósturinn verið að breytast úr því að vera bréfafyrirtæki með nokkra pakka í að vera pakka- eða vöruflutningafyrirtæki með nokkur bréf. Og maður sér alveg fram á það að bréfum fækki enn frekar. Þannig að það blasir við að Pósturinn er fyrst og fremst vöruflutningafyrirtæki og verður það.“ 

Eignarhald ríkisins tilfinningalegt

Bréfum innan einkaréttar Íslandspósts hefur fækkað úr 60 milljónum bréfa í 26 milljónir bréfa á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur hins vegar setið eitt að þjónustunni. Sér Ingimundur fyrir sér að það gæti breyst?

„Já, það gæti gerst með afnámi einkaréttarins,“ segir hann. „Ég geri alveg fastlega ráð fyrir því að þeir sem eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og í stærri þéttbýliskjörnum muni að minnsta kosti skoða það að setja bréfin í þá farvegi sína. Slíkir farvegir eru til. En hvort þeir fara saman þegar á reynir veit maður ekki. Það reyndist okkur til dæmis ekki heppilegt að dreifa blöðum, það er að segja dagblöðum, og bréfum í sama farveg. Það getur verið að einhverjum öðrum takist það betur. Þannig að það eru pípur fyrir þetta allt saman fyrir hendi í þéttbýli en vandinn lýtur fyrst og fremst að dreifbýlinu. Þannig að með þetta í huga eru svo sem fullar forsendur til að selja hlut ríkisins í vöruflutningafyrirtæki, ef menn vilja það.“

Árið 2012 sögðust 60% svarenda könnunar stjórnvalda að það hentaði ...
Árið 2012 sögðust 60% svarenda könnunar stjórnvalda að það hentaði þeim prýðilega að fá póstinn þrisvar í viku í stað fimm sinnum í viku. mbl.is/Árni Sæberg

En þá spyr maður aftur; verður það fyrirtæki ekki alltaf í yfirburðastöðu? Verður ekki að leggja Póstinn niður til að skapa samkeppnisskilyrði?

„Nei, ég get nú ekki séð það endilega. Þetta er það sem menn hafa verið að gera í Evrópu meira og minna. En menn geta spurt sig að því hvenær rétti tímapunkturinn er til að selja ef menn vilja selja. Hvort menn gera það strax eða eftir einhver ár. En það er búið að selja póstfyrirtæki víða.“

Ingimundur bendir enn fremur á að umtalsverð verðmæti liggi í Íslandspósti, sem ríkið ætti ekki að láta fara forgörðum.

Í drögum að nýja frumvarpinu kemur fram að alþjónustan hafi víðast hvar verið tryggð með því að útefna alþjónustuveitanda, sem hefur iðulega verið fyrrverandi einkaleyfishafi viðkomandi ríkis. Á Norðurlöndunum eru fyrirtækin sem sinna þjónustunni enn í eigu ríkisins.

„Ég held að rökin á bak við það séu tilfinningaleg; að þetta sé svo mikil grunnþjónusta sem þarf að tryggja með öruggum hætti að menn vilja hafa fingur ríkisins á því. En ég hef ekki heyrt þau rök að þessi fyrirtæki séu betur í stakk búin í samkeppni. Það er jafnvel kannski öfugt. Sumir vilja meina að fyrirtæki í eigu ríkisins eigi erfiðara uppdráttar í samkeppni en önnur fyrirtæki,“ segir Ingimundur.

Drög að frumvarpinu er að finna á heimasíðu samgöngu- og sveitastjórarráðuneytisins en umsagnarfrestur er til 14. ágúst nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

3 ferðamenn týndir í Lónsöræfum

00:05 3 ferðamenn eru týndir í Lónsöræfum þar sem er þó nokkur vindur og þoka. Björgunarsveitir af Suður- og Austurlandi voru boðaðar út á ellefta og tólfta tímanum í kvöld vegna tveggja aðskildra verkefna. Meira »

Selfyssingar lána skátum svefnpoka og búnað

00:00 Stór hópur þeirra 200 skáta sem ekki fengu farangur sinn á Keflavíkurflugvelli í vikubyrjun, hefur ekki enn fengið farangur sinn.Íbúar á Selfossi brugðust skjótt við þegar sjálfboðaliðarnir komu þangað í gær og söfnuðu dýnum, svefnpokum og öðru nauðsynlegu til þess að aðstoða farangurslausa skáta. Meira »

12 ára slasast í mótorkross

Í gær, 21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

Í gær, 21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

Í gær, 20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

Í gær, 20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

Í gær, 19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

Í gær, 20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

John Snorri lagður af stað

Í gær, 18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

Í gær, 18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

Í gær, 18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

Í gær, 17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

Í gær, 16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

Í gær, 15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

Í gær, 14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

Í gær, 16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

Í gær, 15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

Í gær, 14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Borðstofuborð
Til sölu borðstofuborð. 180cm x100 með 2x 55 cm stækkunum. Verðhugmynd 50.000 ...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...