Látinn eftir slys á Selfossi

Maðurinn sem slasaðist á gámasvæðinu á Víkurheiði á Selfossi í vikunni, þegar hann varð undir bifreið sem verið var að gera við, er látinn. Var hann úrskurðaður látinn í gær, en að svo stöddu er ekki unnt að greina frá nafni hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Slysið klukkan níu um kvöld á þriðjudaginn, en maðurinn hafði verið að vinna undir bifreið. Féll hún af tjakki með þeim afleiðingum að maðurinn klemmdist fastur. Endurlífgunartilraunir þá báru árangur á staðnum og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert