Stærri fiskar í Grindavík en í Amsterdam

Hinn 8 ára gamli Mink frá Hollandi var alsæll með ...
Hinn 8 ára gamli Mink frá Hollandi var alsæll með krossfiskinn sem skipverjar á Þinganesi gáfu honum við komuna til Grindavíkur. mbl.is/Hanna

Hressir skipverjar og haugur af humri voru eitt það fyrsta sem tók á móti hollenskri fjölskyldu við komu þeirra til Íslands. Fjölskyldan hyggst dvelja í Grindavík í tvær vikur en þau komu til landsins í fyrradag. Þótt veðrið á fyrstu dögum fjölskyldunnar á Íslandi væri ekki upp á marga fiska var þó annað að segja um það sem fyrir augu bar í höfninni í Grindavík þar sem var verið að landa bæði humri og öðru sjávarfangi.

Skipið Þinganes frá Þorlákshöfn kom að höfn í Grindavík í hádeginu á föstudag að loknum fjögurra daga túr. Löndun á 31 kari af humri var við það að hefjast þegar Hollensku fjölskylduna og blaðamenn og ljósmyndara mbl.is bar að garði, en skipverjar tóku glaðir við spurningum forvitinna ferðamannanna.

Skipið Þinganes frá Þorlákshöfn kom að höfn í Grindavík í ...
Skipið Þinganes frá Þorlákshöfn kom að höfn í Grindavík í hádeginu á föstudag. Hér eru skipverjarnir Einar og Óskar hressir, alveg að verða búnir í vinnunni að loknum fjögurra daga túr. Löndun við það að hefjast en þeir komu með 31 kar af humri í land. mbl.is/Hanna

„Við ætlum að vera í Grindavík í tvær vikur. Þá erum við hérna á einum stað og við keyrum síðan allt um kring,“ segir hollenska listakonan Gemma Leys í samtali við mbl.is. Spurð hvers vegna Grindavík varð fyrir valinu segir Gemma að þau hafi viljað vera nálægt Bláa lóninu og að stutt væri einnig út á flugvöll. Þaðan hyggjast þau fara í dagsferðir næstu tvær vikurnar.

„Fyrsta sem við gerum er að fá okkur frískt loft og horfa í kring um okkur, sjá hvernig lífið gengur fyrir sig. Við gistum hér ekki langt frá og erum búin að vera vakandi síðan fimm í morgun,“ segir Gemma.

Strax á fyrsta degi sáu þau lífið við höfnina, fuglana á sveimi og fiskinn sem var verið að landa og hittu meðal annars sjálfan bæjarstjórann. Hinn átta ára gamli Mink var afar áhugasamur um humarinn en skipverji á Þinganesi gaf honum ferskan humar og krossfisk sem þvælst hafði með fengnum. „Við erum frá Amsterdam en þetta er stærra og flottara en þar, stærri höfn og stærri fiskar“ segir Gemma.

Hollenska fjölskyldan, þau Koen, Kim og Gemma ásamt þeim Mink ...
Hollenska fjölskyldan, þau Koen, Kim og Gemma ásamt þeim Mink átta ára og Manu 6 mánaða, hyggjast dvelja í Grindavík í tvær vikur. Humarinn var í miklu uppáhaldi hjá Mink. mbl.is/Hanna
Nýveiddur humar var eitt það fyrsta sem tók á móti ...
Nýveiddur humar var eitt það fyrsta sem tók á móti hollensku fjölskyldunni. mbl.is/Hanna
mbl.is

Innlent »

Vill sætið sem Sigmundur skipar

12:55 Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sækist eftir því að leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum 28. október. Meira »

Vill fjórmenninga áfram í haldi

12:18 Fjórir Pólverjar, þar af einn búsettur á Íslandi, eru grunaðir um smygl á afmfetamínbasa til landsins. Lögreglan mun í dag fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum. Meira »

Mun ekki ljúka við 12 frumvörp

11:59 Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar gerir ekki ráð fyrir að ljúka við þau tólf frumvörp sem ríkisstjórnin var búin að samþykkja áður en kom til stjórnarslita. Meira »

Búist við stormi sunnantil

11:58 Kröpp lægð kemur upp að landinu í fyrramálið með hlýju lofti og miklum raka. Á Suðausturlandi mun rigna mikið á morgun frá morgni til kvölds. Á Austfjörðum verður regnið mest frá hádegi og fram á kvöld. Í öðrum landshlutum getur rignt talsvert þegar hitaskilin ganga norðvestur yfir landið. Meira »

Ekkert sjósund vegna saurlamengunar

11:49 Veitur vinna nú að gangsetningu og prófunum á skólphreinsistöðinni á Kjalarnesi. Vegna framkvæmda getur verið nauðsynlegt að losa skólp um yfirföll í sjó. Því er hætta á að saurgerlamengun í sjó fari yfir viðmiðunarmörk meðan á vinnunni stendur og fyrst á eftir. Meira »

Fresta viðgerð á Herjólfi

11:42 Vandamál hafa komið upp með afhendingu varahluta í Herjólf og því verður viðgerð frestað til að tryggja siglingar til Vestmannaeyja eftir 30. september. Er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand, þannig að skipið hefji áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Meira »

Túlkun FME hamlandi fyrir atvinnulífið

11:21 GAMMA hefur mótmælt þröngri túlkun Fjármálaeftirlitsins á því hvort fjárfestingarsjóðum sé heimilt að fjárfesta í einkahlutafélögum en í lögunum er ekki lagt bann við slíkum fjárfestingum. Meira »

Tveir staðnir að reykingum um borð

11:38 Tveir flugfarþegar urðu síðastliðinn sólarhring uppvísir að því að reykja um borð í flugvélum sem voru á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Meira »

Fékk spritt í stað hægðarlosandi lyfs

11:20 Móðir 19 mánaða gamals drengs fékk afgreitt vitlaust lyf í apóteki og gaf honum Sólarspritt til inntöku í stað Sorbitol sem er hægðarlosandi lyf. Öndunarvegur drengsins lokaðist og hann hóstaði og kúgaðist. Foreldrar hans fóru beint með hann á bráðamóttökuna Meira »

Veiddu 630 tonn af makríl í nót

11:16 Tímamót urðu á dögunum þegar Börkur NK notaði nót við makrílveiðar í Síldarsmugunni en íslensk fiskiskip hafa ekki ekki beitt þeirri aðferð við veiðar á makríl frá því að þær hófust fyrir alvöru fyrir um áratug síðan. Meira »

Skerpa þarf á skilningi um hatursorðræðu

10:41 „Við þurfum að sýna hugrekki og þor og taka umræðuna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, um hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Þorsteinn hélt opnunarávarp á ráðstefnu Æskulýðsvettvangsins um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem stendur nú yfir í Hörpu. Meira »

Þarf að láta kjósa sig inn á hvern fund

10:18 Theódóra Þorsteinsdóttir frétti af opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fjölmiðlum og nefndin þurfi að kjósa um hvort hún fengi að sitja fundinn. Hún hefur látið nefndarritara vita af áhuga flokksins á að sitja fundi tengda málinu og óskað eftir fundarboðum. Meira »

Lækkun á fasteignaskatti eldri borgara

10:11 Afsláttur á fasteignaskatti ellilífeyris- og örorkuþega mun aukast umtalsvert á komandi ári, samkvæmt tillögu sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær. Meira »

Próflaus á 141 km hraða

09:36 Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri. Meira »

Ósonið gerir gæfumuninn

09:27 Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg. Meira »

Þörf á nýju rannsóknaskipi

10:10 Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað í loðnuleiðangur í gær sem er 11 dögum seinna en áætlað var. Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að ástæða seinkunarinnar hafi verið bilun í einni af þremur stjórntölvum fyrir vélar skipsins. Meira »

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

09:33 Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira »

Fá þrjú þúsund evrur vegna PIP-brjóstapúða

09:16 Meirihluti 200 íslenskra kvenna sem höfðuðu hópmálsókn gegn eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland fékk í gær greiddar bætur að fjárhæð þrjú þúsund evrur sem samsvarar rúmlega 386 þúsund krónum. Meira »
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...