Áframhaldandi væta á landinu

Veðurútlit á hádegi í dag.
Veðurútlit á hádegi í dag.

Viðvarandi væta verður á Suðurlandi í dag og allt norður í Hrútafjörð, en þurrt verður vestast á landinu fram eftir degi. Þar rignir þó líka í kvöld.

Það er búið að rigna vel í nótt á Suðausturlandi með tilheyrandi vatnavöxtum í ám. Búist er við áframhaldandi rigningu fram undir hádegi, en styttir síðan smám saman upp.

Austan- og suðaustanáttir, 10-18 m/s, verða á landinu í dag og verður hvassast suðaustanlands. Varar Veðurstofan við snörpum vindhviðum síðdegis sem geti verið varasamar fyrir þau farartæki sem taka á sig vind.

Það dregur síðan úr vindstyrk á morgun og verður hvassast syðst. Skýjað að mestu sunnanlands en úrkomulítið. Rigning verður hins vegar á Vestfjörðum og Snæfellsnesi seint á morgun.

Bjartviðri verður hins vegar norðaustanlands bæði í dag og á morgun.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert