Búið að opna fyrir umferð í Göngunum

Búið er að opna Hvalfjarðargöngin aftur en þeim var lokað …
Búið er að opna Hvalfjarðargöngin aftur en þeim var lokað í um það bil hálftíma í dag eftir að upp kom mikill reykur í göngunum. Ekki var eldur á ferðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Hvalfjarðargöngunum var lokað í um það bil hálftíma eftir að reykur kom upp í bifreið sunnanmegin nú síðdegis. Marínó Tryggvason, öryggisfulltrúi Hvalfjarðarganga, segir að ekki hafi komið upp eldur í bifreið líkt og talið var hugsanlegt í fyrstu heldur hafi komið upp vélarbilun í bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum.

„En viðbrögðin voru alveg rétt,“ segir Marínó. Fjórir slökkviliðsbílar og einn sjúkrabíll fóru í útkallið og göngin voru rýmd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert