Léttskýjað og 20 stiga hiti norðaustanlands

Veðurútlit á hádegi í dag.
Veðurútlit á hádegi í dag.

Austlæg átt verður yfir landinu í dag. Allhvasst, 13-18 m/s, verður fram eftir degi syðst á landinu, en annars staðar verður vindur töluvert hægari. Skýjað verður með köflum og úrkomulítið, en léttskýjað á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt á bilinu 15 til 25 stig síðdegis og verður hlýjast á Norðausturlandi.

Víða verður síðan súld eða rigning í kvöld og nótt. Það léttir svo aftur til norðaustanlands á morgun, en búast má við þokumóðu eða dálítilli súld í öðrum landshlutum. Áfram verður þó hlýtt, einkum á Norðaustur- og Austurlandi.

Útlit er svo fyrir suðaustan átt, 5-13 m/s, og súld eða lítilsháttar rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu á laugardag, en að léttskýjað og hlýtt verði norðan og norðaustan lands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert