Safna fyrir fjölskyldu mannsins sem lést

Hafin er söfnun handa fjölskyldu Bjarka Más Guðnasonar sem lenti í alvarlegu slysi á Selfossi 11. júlí og lést á Landspítalanum þremur dögum síðar. Aðstandendur fjölskyldu Bjarka standa að baki söfnuninni.

Fjölskylda og vinir hafa ákveðið í kjölfar þessa hræðilega slyss að biðja þá sem mögulega hafa tök á að styrkja fjölskyldu hans til að létta undir á þessum erfiðu tímum sem fram undan eru,“ skrifar Anna Karen Vigdísardóttir en hún er góð vinkona móður Bjarka.

Slysið varð klukk­an níu um kvöld á þriðju­daginn í síðustu viku en Bjarki hafði verið að vinna und­ir bif­reið. Féll hún af tjakki með þeim af­leiðing­um að maður­inn klemmd­ist fast­ur. End­ur­lífg­un­ar­til­raun­ir þá báru ár­ang­ur á staðnum og var hann flutt­ur með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á bráðamót­töku. Þar var hann úr­sk­urðaður lát­inn á föstu­dag.

Anna Karen þakkar fólki enn fremur fyrir stuðninginn en hægt er að styrkja fjölskylduna með því að leggja inn á móður Bjarka:

Bankanúmer. 0189-26-6500
kennitala. 151280-4719

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert