Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

Kona bíður þess að vera bjargað og ferjuð niður af …
Kona bíður þess að vera bjargað og ferjuð niður af Hánefstaðafjalli. mbl.is/Eggert

Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður.

Konan var á göngu um fjallið þegar mikil þoka skall á og hún villtist af leið. Tilkynnt var um atvikið um klukkan 19 í dag. Lögreglan á Austurlandi telur ekkert ama að konunni, annað en að hún sé villt.

Að sögn lögreglu er þekkt að fólk gangi á fjallið en konan var komin í talsverða hæð. Útlit er fyrir að björgunarsveit nái að finna konuna fljótlega en hún var ein á ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert