Nýtt gæðagras uppfyllir staðla FIFA

Í Akraneshöllinni er verið að skipta um gervigras.
Í Akraneshöllinni er verið að skipta um gervigras. mbl.is/ÞÖK

„Verið er að setja alveg nýtt gervigras á Akraneshöllina, en það gamla var úr sér gengið og ónýtt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.

Nýja grasið er vottað af FIFA og stenst staðalinn „Fifa Quality pro field test“.

 „Við lögðum upp með að fá gras í hæsta gæðaflokki enda skiptir það íþróttafólk bæjarins miklu máli að æft og keppt sé við bestu aðstæður,“ bætir Sævar við í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert