Slæm staða blasir við bændum

Afurðaverð til bænda lækkar um rúmlega 35% í haust.
Afurðaverð til bænda lækkar um rúmlega 35% í haust. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar í landinu vegna afurðaverðslækkana sem boðaðar hafa verið í haust.

„Eins og verðið hefur verið birt hjá fyrstu sláturfélögum sem hafa gefið það upp þá boða þeir um 65% af verðinu frá því í fyrra. Það er 35% lækkun ofan á 10% lækkun árið áður,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður stjórnar BÍ.

Spurður hvað valdi þessum lækkunum segir Sindri það aðallega vera lokanir á viðskiptamörkuðum erlendis ásamt gengi krónunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert