„Kastaði aðeins lengra og búmm“

Eric Clapton með stórlaxinn sem hann veiddi í Hnausastreng í ...
Eric Clapton með stórlaxinn sem hann veiddi í Hnausastreng í Vatnsdalsá 4. ágúst. Úr einkasafni

Einn stærsti lax sumarsins kom á landi á föstudag er breski tónlistarmaðurinn Eric Clapton landaði 105 cm laxi í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu. Viðureignin tók fjörtíu mínútur og um tíma var óljóst hvor myndi hafa betur enda laxinn sprækur.

Leiðsögumaður Claptons í Vatnsdalsá, Sturla Birgisson, segir að um gullfallegan nýgengin og silfraðan hæng hafi verið að ræða.

Laxinn veiddist í Hnausastreng en þar hafa margir af stærstu höfðingjum Vatnsdalsár komið á land.

Veiðiflugan Evening dress sem Eric Clapton veiddi 105 cm hæng ...
Veiðiflugan Evening dress sem Eric Clapton veiddi 105 cm hæng á í Vatnsdalsá. Úr einkasafni

Sturla segir að laxinn hafi tekið fluguna Evening dress númer 12, sem er græn, gul og svört að lit með páfuglafjöðrum, en flugan hefur gefið vel  í Laxá í Ásum.

„Stórlaxar koma mjög oft á gult og svart,“ segir Sturla en hann veiddi einmitt stærsta laxinn sem veiddist árið 2015 á gula og svarta flugu. Svo skemmtilega vill til að í dag eru tvö ár frá því að Sturla veiddi þann fisk, 8. ágúst 2015. Sá lax var 112 cm hængur. „Laxinn sem Clapton veiddi á föstudaginn tók á nákvæmlega sama stað og  laxinn sem ég veiddi þá,“ segir Sturla.

Laxinn sem Sturla Birgisson veiddi fyrir tveimur árum í Vatnsdalsá.
Laxinn sem Sturla Birgisson veiddi fyrir tveimur árum í Vatnsdalsá.

Hann benti einmitt Clapton á hvar sá lax hafði tekið og sagði honum að kasta aðeins lengra. „Hann kastaði aðeins lengra og búmm. Laxinn var á. Fyrsta mínútan var mjög róleg og við héldum að þetta væri góður tveggja ára fiskur, kannski 80 til 90 cm að stærð. En svo tók hann rokuna niður úr – alla leið,“ segir Sturla í samtali við mbl.is.

Laxinn synti um 500 metra niður ána og var Clapton kominn langt inn á undirlínuna þegar laxinn loksins hægði á. „Við hlupum á bakkanum niður með ánni og það voru bara þrír eða fjórir snúningar eftir á undirlínunni á hjólinu. Við urðum að fara aftur út í ána svo Clapton gæti dregið hann hægt og rólega inn. „Það var ekkert eftir af línunni á þeim tímapunkti,“ segir Sturla.

Sturla segir mjög gott að landa fiski í Hnausastreng þar sem hylurinn er stór og strengurinn rólegur sem hjálpar veiðimanninum. Það er heldur ekki mikið slý né grjót líkt og er aðeins ofar í ánni.

Clapton og Sturla sáu laxinn stökkva en mjög algengt er að þegar þeir stökkva á þessum stað – einn snúning upp í loftið - að flugan fari af og laxinn með.

Það gerðist ekki í þetta skiptið þannig að þessi risafiskur náðist á land þar sem hann var mældur og myndaður en sleppt að því loknu líkt og aðrir laxar sem veiddir eru í Vatnsdalsá.

Lax sem er 105 cm og jafn feitur og þessi er um 26 pund en að sögn Sturlu var hann greinilega nýgenginn upp í ána, ekki með lús og alveg silfraður.

Grænn dalur og grösugur. Horft norður eftir Vatnsdal, yfir efra ...
Grænn dalur og grösugur. Horft norður eftir Vatnsdal, yfir efra silungasvæði árinnar. Við dalsmynnið má sjá Flóðið og Hnjúkinn vestan megin við það. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Clapton veiddi í byrjun ágúst í fyrra 108 cm lax í Vatnsdalsá en sá lax tók ofar í ánni. Clapton þekkir Vatnsdalsá vel en hann hefur komið hingað til lands að veiða frá árinu 2009.

Aðstæður hafa ekki verið mjög góðar í Vatnsdalnum líkt og víðar undanfarna daga þar sem ekkert hefur rignt þar undanfarnar vikur og lítið vatn í ánni. Eins hefur verið mjög kalt suma dagana en mjög heitt aðra og sólríkt.

Eric Clapton með stórlaxinn í fyrra.
Eric Clapton með stórlaxinn í fyrra. A vef Vatnsdalsár
mbl.is

Innlent »

Stofna starfshóp um nýjan Laugardalsvöll

15:41 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti yfir vilja sínum til að stofna starfshóp um næstu skref í uppbyggingu Laugardalsvallar. Þetta kom fram á fréttamannafundi um málefni vallarins í Laugardalnum í dag. Meira »

Áforma byggingu nýs Sjálfsbjargarhúss

15:27 Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóð Sjálfsbjargar við Hátún 12. Gerð deiliskipulags á reit Sjálfsbjargar við Hátún 12 verður grundvöllur að framtíðaruppbyggingu samtakanna á lóðinni. Meira »

77% andvíg lögbanni á fréttir fjölmiðla

15:25 Meirihluti Íslendinga, eða 77%, er andvígur lögbanni sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning fjölmiðla upp úr gögnum innan úr Glitni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Fram kemur að tæp 64% séu mjög andvíg lögbanninu og 13% frekar andvíg. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Chesterfield dóminn

15:16 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í Chesterfield málinu, máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmunssyni hefur verið ómerktur af Hæstarétti og vísað í hérað. Meira »

Snýst um jafna málsmeðferð

15:10 „Málið snýst ekki um hvort Freyja geti orðið fósturforeldri eða ekki heldur snýst þetta um hvort málsmeðferðin hafi verið eins í hennar máli og öðrum þar sem ófatlaðir einstaklingar eiga í hlut,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður baráttukonunnar Freyju Haraldsdóttur. Meira »

„Ekki búið að fara fram á lögbann“

14:52 „Það er ekkert að frétta,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, um hugsanlegt lögbann gegn breska miðlinum The Guardian. Meira »

Ræða framtíð Laugardalsvallar

14:43 Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt að halda áfram undirbúningsvinnu að stækkun Laugardalsvallar.  Meira »

Tveir í varðhaldi vegna amfetamínssmygls

14:47 Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu falið í bíl þeirra í Norrænu umtalsvert magn af amfetamínvökva. Efnið fannst fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Meira »

Forstjóri Landsvirkjunar í falsfréttum

14:31 Hörður Arnarson, forstjóri Lansdvirkjunar, kemur fyrir í falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook þar sem honum eru eignuð upplogin ummæli um að „þúsundir Íslendinga séu að segja upp störfum“ og að ríkisstjórnin hafi aldrei verið hræddari. Meira »

Vantar nauðsynlega O mínus blóð

14:09 Blóðbankinn auglýsir í dag eftir því að hann vanti nauðsynlega að fá inn tólf O mínus blóðgjafa í dag, en vöntun er á slíku blóði. Aðeins einn í þeim blóðflokki hefur komið í dag. Meira »

Loforðin lýsa vanda stjórnmálanna

13:43 „Það er sérstakur kapítuli að loforðastraumur stjórnmálaflokka þessa dagana getur falið í sér allt að 100 milljarða árleg aukin útgjöld án þess að hugað sé að fjármögnun þeirra,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins á opnum fundi SA sem fram fór í Hörpu í morgun. Meira »

„Nenni ekki að sitja undir svona bulli“

12:02 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar hann fékk svar við spurningu sinni til lögmanns Stundarinnar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. Meira »

Telur um embættisafglöp að ræða

11:49 „Í raun og veru er um að ræða aðför að lýðræðinu. Það er stóralvarlegt mál og ekki hægt að gera of lítið úr því,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Meira »

Ítrekað tekinn við ölvunar- og fíkniefnaakstur

11:33 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann á þrítugsaldri til að sæta fangelsi í 75 daga og svipti hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa verið ekið fjórum sinnum réttindalaus undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

Lögbannið verði ekki fordæmisgefandi

11:38 Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af því hversu víðtækt lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er gagnvart fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Varaformaður Gagnsæis óttast að lögbannið verði fordæmisgefandi. Meira »

Undrandi á ummælum Þorgerðar

11:13 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst hafa verið undrandi á ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á fundi um menntamál sem haldinn var í gærkvöldi. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...