Voru kaldir og hraktir

Myndin er af björgunarskipum á siglingu í Ísafjarðardjúpi
Myndin er af björgunarskipum á siglingu í Ísafjarðardjúpi Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir hafa fundið tvo ferðamenn innarlega í Lónafirði í Jökulfjörðum. Þeir voru óslasaðir en bæði kaldir og hraktir.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar hjá Landsbjörg virðist sem ferðamennirnir hafi týnt einhverju af búnaði sínum.

Björgunarsveitarmenn eru komnir í land til þeirra á bátum sínum og eru að hlúa að þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert